Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 3
Tímarit Ungmennafélags íslands — LXV. árgangur — 3. hefti 1974. — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju. Fjölbreyttara íþróttalíf Löngum hafa íþrótlamenn sakaó ríkisvald- ið um fastheldni á fjármuni til íþróttamála og ekki að ástæðulausu. En þegar á allt er litið, virðist íhaldssemin vera einna mest í röðum iþróttamanna sjálfra. Þróun íþróttamála hef- ur vissulega verið ör hér á landi að undan- förnu, en fjölbreytni íþróttanna hefur ekki aukist að sama skapi. Stöðugt fleiri iðka í- þróttir, og opinberar fjárveitingar til iþrótta- mála hafa verið stórauknar á síðustu árum. En þrátt fyrir þessar ánægjulegu staðreynd- ir er íþróttalífið furðu fábreytt hér á landi. í- haldssemin kemur fram í því að flestir gefa ekki gaum að öðru en örfáum íþróttagrein- um sem hér hafa verið iðkaðar frá öndverð- um dögum íþróttahreyfingarinnar, og íhalds- semin skrifast ekki siður á reikning íþrótta- og ungmennafélaga en íþróttamanna og i- Þróttakennara. Hér er ekki verið að kasta rýrð á knatt- spyrnu, frjálsar íþrótfir og handknattleik, held- ur er tilgangurinn að vekja athygli á því að Það er orðið timabært að stækka sjóndeildar- hringinn og auka fjölbreytnina í íþróttaiðkun- um þannig að fleira fólki á öllum aldri gefist kostur á að auka heilbrigði sína og hreys’i. Við þurfum að fara að átta okkur á því að íslenskt þóðfélag er ekki hið sama og það var í árdaga [þróttaiðkana. Þéttbýli hefur auk- ist, íþrótta-, skóla- og samkomuhúsnæði er orðið miklu meira en áður og öll íþróttaaðstaða betri. Forystumenn ungmennafélaganna þyrftu öðrum fremur að hafa forystu um nýja vakn- ingu í íþróttamálum, því að fábreytnin er til- finnanlegust í dreifbýlinu. Innn íþróttasamtak- anna eru starfandi 15 sérsambönd sem öll eru áreiðanlega reiðubúin að veita félögun- um aðstoð til að koma af stað æfingum í nýjum greinum. Sársamböndin þurfa líka að auka til muna útbreiðslustarfsemi sina. Um allt land er til húsnæði sem nota má til að æfa í borðtennis, blak, ýmiskonar fimleika, lyftingar, judo og glímu svo að dæmi séu nefnd. Byrjunarkostnaður er auðvitað nokkur en rekstrarkostnaður ekki meiri en í öðrum greinum sem meira eru stundaðar. En það er víðar en f innanhússíþróttum sem æfingaaðstaða er illa nýtt. Frá Suðurlandsund- irlendinu er t. d. ekki lengra lil skíðasvæð- anna við Hellisheiði og i Bláfjöllum en frá Reykjavíkursvæðinu. Samt eru skíðaiðkanir Sunnlendinga í algeru lágmarki. Hér gætu ungmennaféiögin haft forystu um stefnubreyt- ingu. Allar nýjungar í íþróttalifinu efla almenn- an íþrótta- og félagsmálaáhuga, en það er ein- mitt kappsmái ungmennafélagshreyfingarinnar. eyþ SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.