Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 9
íslenska sveitin sem hlaut silfurverðlaunin á Norðurlandameistara- mótinu í Kaupmanna- höfní vor. Frá vintsri: Garðar Jónsson, Sigurð- ur Kr. Jóhannsson, Sig- urjón Kristjánsson, Michal Vachun lands- þjálfari, Halldór Guð- björnsson og Jóhannes Haraldsson. Myndin er tekin strax eftir að sveitin hafði sigrað saenska landsliðið sem varð Norðurlandameist- ari 1973. ur hafa verið haidin á s. I. vetri. Af úr- slitum þessara móta má mjög marka hvernig unnið er að unglingamálunum á hverjum stað og hvaða félög hafa búið best í haginn fyrir framtíðina. Og þegar árangur í aldursflokkunum er skoðaður, fer ekki á milli mála hvar sterkasta liðið er, og þar er breidd- in líka mest. Það er Ungmennafélag Grindavíkur sem reynist eiga besta liðinu á að skipa svo að af ber. Þetta er athyglis- vert þar sem Grindavík er ekki fjölmennt líyggðarlag, íbúar rúmlega 1400, en ekki er þetta samt nein tilviljun. Maðurinn á bak við þennan árangur Grindvíkinga er Jóhannes Haraldsson 1. kyu, judoþjálfari UMFG og íslands- meistari í léttvigt. Það eru aðeins tæp tvö ár liðin síðan hann byrjaði að þjálfa Grindavíkurpiltana. Hann tók strax mjög skynsamlega stefnu í málunum með því að leggja áherslu á að ná ungum ]iiltum til æfinga, enda var áhuginn líka mestur hjá þeim. í vetur hafa strákamir úr Umf. Grinda- víkur náð frábærum árangri, ekki aðeins með sigri einstakra pilta, heldur með fjölmennu og jafnsterku liði. Hinn 17. febrúar s. 1. var efnt til bæjarkeppni í judo milli Grindavíkur og Revkjavíkur. 30 unglingar og drengir á aldrinum 8-15 ára kepptu í hvoru liði. Margur hefði ætlað að Reykjavík væri „Golíat“ í slíkrj keppni og Grindavík ,,Davíð“, en það fór á annan veg. Grindvíkingar sigruðu með ?? vinningum gegn ??, en ?? lauk með jafntefli. Stigatölurnar voru 144 gegn 78. Á íslandsmeistaramóti unglinga og drengja 11-17 ára var keppt í 12 flokk- um. Keppnin var háð í Njarðvík 24. febr- úar s. 1. Þar hlutu piltarnir úr UMFG 5 gullverðlaun, 4 þeirra urðu í öðru sæti og 6 í þriðja sæti. UMFG átti ótvírætt öflugasta liðinu á að skipa í þessum flokkum, og gátu þó tveir af þeim bestu ekki tekið þátt í mótinu vegna náms. Loks má geta þess að í sveitakeppni ungl- inga í judo á þjóðhátíðarmóti Reykjavíkur SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.