Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 29
.\m M11111111111 ■ i m i ii i m i cii 11
111111111111111111111111111111111111111111111111111
llllll■llll■lll■llllll■IIIMIIIIIII■■lll■lllllllllll■lllllllllllllllllllll■lllllll •
Frá starfi
ungmennafélaganna
'11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiun'*
Vetrarstarf UÍA
Landfræðilega lega Aust-
fjarða gerir það að verk-
um að öll íþróttastarf-
semi er mjög erfið yf-
ir vetrartímann. Allt
íþróttalíf á Austurlandi
verður þvi ákaflega staðbundið, það er
að segja hvert félag verður að iðka sin-
ar íþróttagreinar án þess að eiga mikla
möguleika á keppni við önnur byggðar-
lög. UÍA hefur ávallt reynt að bæta úr
þessu eins og hægt er, en því miður hef-
Ur þetta reynst ákaflega erfitt í fram-
kvæmd vegna hinna miklu fjarlægða og
mikilla snjóa. Það má þó telja til nýmæla
og um leið mikilla bóta að i vetur tókst
að halda úti keppni í íslandsmóti 3.deild-
ur bæði í körfuknattleik og handknatt-
leik en það hafði aldrei verið reynt áður.
Þessi framkvæmd átti þó við mikla örðu-
leika að striða af fyrrnefndum ástæðum
°g einnig vegna skorts á dómurum, en í
Þeim málum rikir algjört neyðarástand á
Austurlandi, og er þá sama að hvaða
grein íþrótta er komið. Einnig hafði að-
stöðuleysið eða skortur á íþróttahúsum
hiikið að segja i þeim efnum. Á öllu Aust-
urlandi eru aðeins til tvö íþróttahús sem
hugsanlegt er að keppa í. Annað er í
Neskaupstað, en þar er húsið vel breitt
en svo mikið vantar upp á lengdina að ef
spilaður er handbolti, á sóknarliðið stór-
lega á hættu að fara inn fyrir eigin vita-
teig þegar það er í sókn. Á Eskifirði er
svo hitt húsið. Það er nærri löglegri
stærð fyrir körfubolta, en gólfið þar er
byggt úr flekum þvi undir er sundlaug,
og vill þvi brenna við að boltinn sitji eft-
ir á „dauðum“ blettum er víða hafa
myndast. Keppnin í körfuknattleiknum
fór fram á Eskifirði og stóð 5 fir eina
helgi og voru þátttakendur frá: Umf.
Eiðaskóal, Umf. Leikni og Umf. Hetti.
Eftir harða og tvísýna keppni fóru leikar
þannig að Umf. Leiknir bar sigur úr být-
um. Tekið skal fram að leikirnir urðu á
köflum mjög grófir, og skapaðist það af
því að dómgæslan var í höndum kepp-
enda og voru þeir misjafnlega færir á
því sviði. Umf. Austri var framkvæmda-
aðili að þessum riðli og þótti keppnin al-
mennt takast nokkuð vel og varð tvi-
mælalaust til þess að auka áhugann á
körfuknattleik heimafyrir. Handknatt-
leikskeppninni var dreift á fleiri helgar
og fór bæði fram á Eskifirði og Neskaup-
stað, þátttakendur voru. Umf. Austri,
íþróttafélagið Þróttur, íþróttafélagið
Huginn og Umf. Leiknir. Keppnin varð
mjög hörð og tvisýn og lögðu félögin
mikið á sig til að geta staðið í þessari
keppni. Til dæmis má nefna að Huginn
þurfti að ferðast með snjóbílum yfir
Fjarðarheiði fleiri en eina ferð og einnig
SKINFAXI
29