Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 5
Framkvæmdastjóranámskeið UMFÍ. STARFSMENN UNGMENNAFÉLAGANNA Á NÁMSKEIÐI Á undanfömum árum liefur stöðugt færst í vöxt að ungmennafélög og héraðs- sambönd ráði til sín starfsmenn, enda hefur sívaxandi starfsemi ungmennafé- lagshreyfingarinnar kallað á slíkan starfs- kraft. Starfsmenn þessir eru ýmist ráðnir allt árið eð,a í skemmri tíma itl dæmis yfir sumarmánuðina. Nú í sumar verða 12-14 starfandi framkvæmdastjórar á veg- um hreyfingarinnar. Starfið krefst mikillar þekkingar á hin- um mörgu ólíku viðfangsefnum ung- mennafélaganna. Því er rík þörf fyrir fræðslu, þjálfun og rniðlun reynslu þess- ara manna. Ungmennafélag íslands ákvað því að efna til þriggja daga námskeiðs fyrir þessa menn í ‘upphafi sumarstarfs. Dag- ana 4-6. júní var haldið námskeið fvrir framkvæmdastjóra aðildarfélaga UMFÍ. i Leirárskóla í Borgarfirði. Námskeiðið sóttu flestir starfandi framkvæmdastjórar. Á námskeiðinu var farið nákvæmlega yfir alla málaflokka sem unnið er að innan hreyfingarinnar. Sérstök áhersla var lögð á þætti sem varða skipulag og framkvæmd verkefna. Kynnt voru lög og reglugerðir er varða ungt fólk og hreyfinguna í heild. Á námskeiðinu höfðu þátttakendur gott tækifæri til að kynnast viðfangsefn- um hvors annars og glöggva sig þannig á heildar mynd málanna. 5. júní fóru þátttakendur í kynnisferð á Akranes að skoða aðstöðu 15. Landsmóts UMFÍ sem haldið verður þar næsta sumar. Á Akra- nesi nutu framkvæmdastjórarnir leið- sagnar Gylfa Isakssonar bæjarstjóra og Jóhannesar Ingibjartssonar byggingar- fulltrúa auk Garðars Óskarssonar for- manns Umf. Skipaskaga. Undirbúning- Guðmundur Gíslason. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.