Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 28
um og þar fékk ég margar og merkar upplýsingar. Varðandi beinan undirbún- ing undir starf mitt hjá UMSK get ég aftur nefnt námskeið UMFÍ fyrir fram- kvæmdastjóra sambanda nú í vor. Á því námskeiði kynntist ég baráttuvilja og þol- gæði þeirra manna sem vinna sömu störf í hreyfingunni. Sú reynsla sem ég öðlað- ist á þessu námskeiði er mér mikil stvrk- ur og skapar aukinn framkvæmdavilja. — Hvaða augum lítur þú framtíðina? — Mér finnst þróunin hafa verið mjög jákvæð undanfarið og ef áframhald verð- ur svipað þá trúi ég að vegur ungmenna- félaganna muni vaxa ört. — Hvaða mál telur þú að muni best valda jákvæðri þróun? — Ég tel félagsmálafræðsluna mjög mikilvæga svo að sveit starfandi félaga verði sem stærst. Bætt skipulag íþrótta- mála, sérstaklega þjálfara og dómara- mála. Rekstur Ungmennabúða og vinnu- skóla og almennt verði leitast við að fullnægja fyrirliggjandi þörfum lands- manna á hverjum tíma. Nauðsvnlegt er að forráðamenn séu vakandi og móti mikilvirka og ákveðna stefnu í æskulýðs- málum og tryggi að ávallt sé fyrir hendi nægilegt fjármagn til að framkvæma mikilvæg mál, því peningar eru afl þess sem vinna skal. Frá starfi UMSK V, Að loknu vetrarstarfi voru að venju haldin mót í öllum þeim grenuim sem stundað- ar eru í fleirum en einu fél- agi innan sambandsins. Að þessum mótum hefur verið staðið eins vel og hægt er, en meðan hin fáu íþróttahús sem til eru á sambandssvæð- inu, eru svo fullnýtt að nær ógerningur er að fá þar inni fyrir mótin, nema að félögin gefi eftir sína tima, verður und- irbúningstíminn alltaf mjög skammur. í íþróttahúsi Kársnesskóla i Kópavogi hafa flest mótin farið fram, og er það einungis velvilja starfsfólks og forráða- manna að þakka þvi starfsfólkið hefur unnið í sínum frítíma og húsið átt að vera lokað. Þá fékkst tími í Laugardals- höllinni fyrir innanhúss-knattspyrnu- mótið um leið og íslandsmeistaramótið í innanhúss-knattspyrnu fór fram. Þau mót er haldin hafa verið eru: Handknattleiksmót, innanhúss-knatt- spyrnumót, badmintonmót, borðtennis- mót fyrir unglinga og meistaramót í borð- tennis, Kópavogshlaup, Bessastaðahlaup, Álafosshlaup og viðavangshlaup skóla, en í síðast nefnda hlaupinu var þátttaka heimil öllum skólum innan Kjalarnes- þings. í öllum þessum mótum var keppt um farandbikar nema í víðavangshlaupi skóla. Um sumarstarfið er það að segja að nú stendur yfir knattspyrnumót utanhúss, en þar er leikin tvöföld umferð. Sambandið hefur starfrækt sumarbúð- ir að Varmá í Mosfellssveit undanfarin ár, en því miður fellur það niður í ár vegna þess að aðstaðan fékkst ekki. 28 SKINFAX!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.