Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 15
hverjum skóla. Verður sú ferð okkur öllum minnisstæð fyrir góðar móttökur svo maður tali nú ekki um allar tertumar og kökurnar. Þann 19. mars lá leið okkar til Dalvík- ur, en þar átti að fara fram keppni í frjálsum íþróttum. Tveir keppendur voru í hverri grein frá hverjum skóla. Keppt var í tveimur greinum fyrir stúlkur og þremur fyrir drengi. í því ágæta húsi náðist mjög góður árangur og má nefna t. d. að til að vinna í þrístökki þurfti að stökkva tæpa 8 metra og í langstökki stúlkna 2,34 sem er ágætur árangur af 12-14 ára unglingum. Þess má einnig geta að 5 þeir fyrstu í hástökki drengja stukku 1,45 og sýnir það hve breiddin er mikil hjá unga fólkinu okkar. Þá var komið að sundinu, en til að þreyta sundíþróttina mættu skólamir hér í Þelamerkurskóla þann 26. 3. Fór sund- keppnin fram með miklum hvatningar- ópum og hjálpaði það að sjálfsögðu til að unnin voru ágæt afrek í nokkrum grein- um en keppt var í 4 einstaklingsgreinum auk boðsunds. Eftir að keppni lauk. bauð skólastjóri öllum þátttakendum ásamt öðrum er mættir voru, upp á hressingu í skólanum en þær voru hinar ágætustu í alla staði. Þá var aðeins eftir að keppa í knatt- spymu og fór knattspymukeppnin fram við Árskógsskóla en þar mættu aðeins 4 skólar til keppni þar sem veikindi herj- uðu um þær mundir. Fór keppnin fram í hinu ágætasta veðri sem að hásumri væri, og voru móttökur Árskógsskóla hin- ur ágætustu. Ungmennasambandið gaf fallega verð- launagripi er sá skóli fékk til eignar fyr- ir flest stig í hverju móti fvrir sig, í Hrísey og á Dalvík afhenti framkvæmda- stjóri okkar verðlaunagripina, en for- maður UMSE afhenti gripina í Þelamerk- ur og Árskógsskóla. Stóran og fallegan bikar gaf samband- ig einnig er vera á farandgripur og fær sá skóli að geyma hann í eitt ár, sem flest stig hlýtur samanlagt úr öllum grein- um, en stigin fyrir keppnina í vetur féllu sem hér segir: Þelamerkurskóli ............. 244 stig Dalvíkurskóli ............... 235 — Hrafnagilsskóli.............. 207 — Hríseyjarskóli .............. 171 — Árskógsskóli................. 113 — Húsabakkaskóli .............. 100 — Þar sem þetta er frumraun þá er okkur ljóst er í nefndinni voru, að margt mátti gera betur og á annan hátt, en það kemur væntanlega til þeirra kasta er sjá um keppni þessa næsta ár. Megintilgangur þessara keppni var að efla kvnningu og samstarfs milli skólanna og það álit ég að hafi tekist að nokkru leyti en þess ber að gæta að þessi vetur er aðeins fS'rsta skrefið í þá átt, og von- andi bætist mörg slík skref við á næstu árum. Halldór Sigurðsson, Þelamerkurskóla. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.