Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 23
rómverska ríkið leið undir lok. Engin furða er þó að frægð þessa staðar bærist langar leiðir á miðöldum og að Islending- ar sæktu þangað því að þeir voru heims- borgarar á sína vísu á þeirri tíð. Það var rökrétt hjá væringjum að nefna stað- inn Miklagarð því að þetta var lang- stærsta borg álfunnar á miðöldum, íbúar um ein milljón og borgarlífið stórbrotið. Þarna voru mörg veglegustu mannvirki heims og tilkomumikil iistaverk, íburðar- miklar skemmtanir og þarna loguðu hka götuljósker um nætur. I íslenskum heim- ildum (Morkinskinnu) er nákvæm lýsing á hinu mikla útihringleikasvæði, Hippo- dromos, sem hét Paðreimur í munni vær- ingja. Salómon, ég hef sigrað þig! Gamli borgarhlutinn í Istanbul er auðvitað langforvitnilegastur. Þar risa sjö hæðir eins og í Róm, og á 'hverri þeirra stendur moska, bænahús múham- eðstrúarmanna, sumar æfagamlar. Lang- merkust þeirra er Hagia Sofia eða Ægisif eins og hún heitir í fornum bókum ís- lenskum. Það er blátt áfram ótrúlegt að mannleg verktækni og byggingarlist skuli hafa verið þ ess megnug að reisa þessa töfrahöll þegar á 6. öld. Ægisif var reist sem kristin kirkja á veldisdögum Jústíní- anusar keisara, en tumspírurnar eru auð- vitað viðbót múhameðstrúarmanna sem kölkuðu vfir allt skraut kirkjunnar og breyttu henni í mosku. Þegar maður stendur inni í helgidómn- um undir hinni miklu hvelfingu, hlýtur maður að fyllast undrun og hrifningu yfir þessu undraverða mannvirki. Hér er furðulega hátt til lofts og vítt til á Þar sem Paðreimur var áður standa nú þess- ar súlur. Obeliskinn nær á myndinni var fluttur frá Egyptalandi árið 390 og er þak- inn myndletri, 25 m hár. Hin súlan var áður skreytt guli-mósaukmyndum, en kross- fararnir rændu hana öllu gulli og öðru skrauti. veggja. Aðalsalurinn er 70x75,5 metrar, og hæðin upp í hvelfinguna er 65 metrar. Þegar Jústíníanus mikli gekk inn í þetta dýrðarinnar hús fullbúið á vígsludaginn í desember árið 563, á hann að hafa hrópað: „Salómon, ég hef sigrað þig“, og víst hefur það til sanns vegar mátt færa því að aldrei hafði annað eins töframust- eri verið reist. íslenskur ferðalangur sér í huga sér forfeður sína, væringjana úr lágreistum torfbæjum norðurhjarans, koma í þessa undrahöll sem á þeirra dög- um var alskreytt risastórum mósaikmvnd- skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.