Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 16
VANDAMÁL ÞRÓUNAR OG VORDAGAR í MIKLAGARÐI CENYC, Æskulýðsráð Evrópu, gekkst fyrir umræðiifundi eða semínari um þró- unarmál ásamt tyrkneska æskulýðssam- bandinu, TMGT, í Istanbul dagana 23.— 29. apríl. Þátttakendur voru 25 frá 12 Evrópulöndum auk stjórnenda frá CENYC og gesta frá Asíu og Afríku. UMFÍ gafst kostur á að senda fulltrúa á þetta semínar af hálfu Æskulýðssam- bands íslands, en undirritaður fór þessa ferð í forföllum annars sem valinn hafði verið. Þróun og vanþróun eru hugtök sem alltof margir íslendingar leiða hjá sér í því allsnægtaþjóðfélagi sem við búum í. Við höfum verið býsna fljótir að glevma því að það eru ekki margir áratugir síðan við vorum eitt af hinum yanþróuðu lönd- um þar sem skortur og fáfræði takmarka allan framgang. Varla fer það samt fram hjá neinum hugsandi manni að þróunar- málin em stærsta vandamál þeirra fjöl- skyldu sem við köllum mannkyn og bygg- ir reikistjörnuna Jörð. Meirihluti jarðar- búa býr við næringarskort, hungur, drep- sóttir, fáfræði og vonleysi meðan minni hlutinn lifir í óhófi og hugsar fyrst og fremst um það hvernig hann geti aukið eigin lífsþægindi. Þess vegna varða þró- unarmálin allar þjóðir, alla menn, ekki síður þá vel stæðu en hina sem verða hungurmorða þúsundum saman dag hvern á hungursvæðum heimsins. Þrátt fyrir miklar tækniframfarir og aukinn hagvöxt, er bilið milli ríkra og fátækra, — vanþróaðra og þróaðra ríkja alltaf að breikka. Um þessa óhugnanlegu staðrevnd fjallaði CENYC-fundurinn í Istanbul. Rætt var um viðhorfm til tengsla þróun- ar og vanþróunar í heiminum og leitast við að skilgreina hina ýmsu þætti þróun- armála. Þetta var fræðilegt semínar fvrst og fremst, grundvallað á sjálfstæðum fyrirlestrum og umræðum. Mjög væri æskilegt að eitthvað af efni fundarins kæmi fyrir augu íslenskra lesenda, en Skinfaxi hefur ekki rými til að gera slíku skil í smáatriðum. Óskandi væri að ÆSÍ gæti gert þessum málum betri skil á almennum vettvangi á íslandi. Fyrirlestrarnir á semínarinu voru fimm 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.