Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 11
Héraðsþing UNÞ 1974 Jóhannes leiðbeinir ungum strákum á æf- ingu hjá UMFG. — Hún verður að teljast góð. í vetur skráðu sig um 80 til æfinga, og um 50 hafa æft nokkurn veginn reglulega all- an veturinn, en æfingar eru þrisvar í viku. Það má geta þess að stúlkur bvrj- uðu að æfa á ný í vetur eftir nokkurt hlé. Þess má að lokum geta að öll þjálfara- störf Jóhannesar hafa verið ólaunuð, og °taldar eru þær ferðir sem hann hefur farið með nemendur sína til keppni og samæfinga á vegum JSÍ bæði til Revkja- víkur og Njarðvíkur. Héraðsþing UNÞ var haldið á Raufar- höfn 23. júní og hófst kl. 10 árdegis. Aðal- björn Gunnlaugsson Lundi Öxarfirði for- maður UNÞ setti þingið og bauð fulltrúa velkomna. Þingið sátu um 20 fulltrúar frá félögum UNÞ, einnig mætti Guðmundur Gislason úr framkvæmdastjórn UMFÍ á þingið. Forseti þingsins var Þorsteinn Hallsson frá Raufarhöfn. Á þinginu var mikið rætt um starf Ungmennasam- bandsins og margar samþykktir gerðar um starf komandi árs. Nú hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri yfir sumarmánuðina. Er það Níels Á. Lund kennari, en Níels er þaukunnugur mál- efnum og staðháttum í héraðinu og hef- ur verið mikilvirkur í starfi hreyfingar- innar undanfarin ár. Á þinginu voru samþykkt ný lög UNÞ. og eru helstu ný- mæli þau að nú skipa 3 menn stjórn sambandsins auk þriggja varamanna. Skal kjósa um 1 aðalmann og vara- mann hans árlega úr hópi kjörmanna sem kosnir eru tveir á aðalfundi hvers félags. Núverandi stjórn UNÞ skipa: Formað- ur Aðalbjörn Gunnlaugsson Lundi Öxar- firði, gjaldkeri Guðmundur Þórarinsson Vogum Kelduhverfi og ritari Stefán Eggertsson Laxárdal Þistilfirði. Á þinginu sæmdi Guðmundur Gíslason Brynjar Halldórsson starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og gott starf í þágu æskufólks í Norður-Þingeyjasýslu um langt ára- bil en Brynjar hefur lengi verið í foustu- sveit sambandsins og starfar enn af full- um krafti. Allan undirbúning fyrir þetta þing var reynt að vanda sem frekast var kostur. skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.