Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 27
RÆTT V:Ð FRAMKV/íMDASTJORA umsk
EKKI SÍÐUR KVENNA
STARF EN KARLA
Sólvcig S. Sveinbjörnsdóttir
Sólveig Sveina Sveinbjömsdóttir gegn-
ir starfi framkvæmdastjóra UMSK og er
fyrsta konan sem gegnir slíku starfi á
vetvangi Ungmennafélagann hér á landi.
— Hvað er langt síðan þú tókst við
starfi framkvæmdastjóra UMSK?
— Ég hóf starf hjá UMSK í byrjun
apríl í ár.
— Ertu bjarsýn á framtíð kvenna í
starfi sem þínu?
— Já, alveg tvímælalaust. Ég tel þetta
starf alls ekki síður kvenna en karla
verk, og í þvi felast jafnvel ýmsir þættir
sem konum er ekki síður lagið að vinna
heldur en körlum.
— Hvenær kynntist þú hreyfingunni?
— Ég kynntist henni á mínum æsku-
stöðvum. Ég er fædd og uppalin í Garða-
hreppi og hóf þátttöku í starfi Umf.
Stjörnunnar í Garðahreppi 12 ára. 15-16
ára tók ég þátt í stjómarstörfum hjá
Stjörnunni en síðan hef ég starfað í
íþróttafél. Gerplu í Kópavogi.
— Hvað hefur þú tekið þátt í íþrótt-
um?
— Ég byrjaði á handbolta og frjáls-
um íþróttum, en síðan hef ég lagt mesta
áherslu á borðtennis.
— Þú ert íslandsmeistari í einliðaleik
og tvíliðaleik í borðtennis er það ekki
rétt?
— Jú það á víst að heita svo, en ég
geri mér grein fyrir að baráttan á eftir
að harðna í borðtennis með aukinni þátt-
töku og tæknilegri þjálfun. Það verður
því ekki auðvelt að halda þessari stöðu í
íslandsmóti.
— Hefur þú undirbúið þig fyrir starf
þitt í 'hreyfingunni?
— Ekki hafði ég nú beinlínis hugsað
um það, en ég átti þess kost að stunda
nám í Lýðskóladeild íþróttaskóla Sigurð-
ar R. Guðmundssonar sumarið 1973. Ég
sé það núna að ég hef notið góðs af
veru minni í Leirárskóla, því þar kynnt-
ist ég öllum íþróttagreinum sem stundað-
ar eru hér á landi auk þess sem ég fékk
greinargóða fræðslu um skipulag íþrótta
og æskulýðshreyfingar á íslandi. Einnig
var efnt til námskeiðs í félagsmálafræð-
SKINFAXI
27