Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 10
hinn 29. júní sigraði sveit UMFG sveit UMFK og sameinaða sveit Reykjavíkur- félaganna. Þama var keppt í 5 manna sveitum. Skinfaxi fór í heimsókn á judoæfingu hjá Ungmennafélagi Grindavíkur nú í vor og leitaði frétta um æfingatilhögun hjá Jóhannesi Haraldssyni. — Það má segja að þessi íþrótt byrji héma með því að ég keppti fyrir UMFG á íslandsmeistaramótinu vorið 1972. Ég sigraði þá í léttvigt, en hafði orðið annar árið áður, en þá keppti ég fyrir Armann, sagði Jóhannes. — Æfing- ar byrjuðu svo héma í Grindavík um haustið, og var fyrsta æfingin 2. septem- ber. Þeir sem áhuga höfðu á að æfa skrifuðu nöfn sín á lista, og nær allir voru undir 15 ára aldri. Við æfðum á venjulegum leikfimidýnum í skólaleik- fimisalnum. — Var áhuginn varanlegur? — Já, hann reyndist vera það. Við fengum ágæta uppörfun 25. nóvember þetta sama ár, en þá kom hingað tékk- neska judoliðið Slavia frá Prag og keppti hér í félagsheimilinu. Mér tókst að vinna einn Tékkann í keppninni, og svo slóg- um við líka upp keppni fyrir strákana 'héma. Það var þeirra fyrsta keppni á móti, og sigurvegari varð Margeir Guð- mundsson. — Og hefur þetta haldið áfram lát- laust síðan? — Já, en að vísu hefur gengið á ýmsu með æfingaaðstöðuna. í upphafi fyrr vetr- ar fengum við ekki inni í íþróttahúsinu, en við létum það ekki á okkur fá og æfðum í tvo mánuði í félagsheimilinu, og æfðum bara á gólfteppinu eins og það kom fyrir. Þetta kann að virðast glæfra- legt, en allt gekk vel og engin meiðsli urðu. Síðan fengum við judodýnumar og fengum inni í íþróttasalnum, það voru auðvitað mikil viðbrigði. Við verðum að vísu að taka dýnurnar upp eftir hverja æfingu. — Hvernig er þátttakan? Jóhannes Haraldsson í hópi nokkurra ungra judomanna í Grindavík. Myndin er tekin á æf- ingu í júnímánuði. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.