Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 4
FORSÍÐUMYNDIN: er tekin á judoæfingu hjá Umf. Grinda- víkur fyrir skömmu. Jóhannes Haralds- son þjálfari félagsins sýnir nemendum sínum bragð. Piltarnir í Grindavík hafa náð undraverðum árangri í judoiþrótt- inni, sjá grein og myndir á bls. 7. Guðrún Guðmundsdóttir að störfum á skrif- stofu UMFÍ. Miklar annir hafa verið á skrifstofu UMFÍ í vor og í sumar, enda mörg stór- verkefni á döfinni, s.s. norræn æskulýðs- ráðstefna um landbúnaðarmál, fjölmenn hópferð til Noregs, þátttaka í erlendum mótum, forkeppni 15. landsmóts UMFÍ o. fl. Guðmundur Gíslason hefur starfað á skrifst/>fu UMFÍ í sumar að þessum Ráðinn framkvæmdastjóri USÚ Nú hefur Ungmennasambandið Úlf- ljótur ráðið til starfa framkvæmdastjóra í fyrsta sinn. Til starfa var ráðinn Albert Eymundsson kennari frá Höfn í Horna- firði. Full ástæða er til að fagna ráðningu Alberts í þetta starf því hann er þaul- kunnugur starfi ungmennafélaganna og hefur sýnt það með starfi sínu m. a. fyrir Umf. Sindra í Höfn að átaka má vænta í framfaraátt varðandi starfsemi USÚ. Albert Eymundss. Framkvæmdastjóri HYÍ í vor réði Héraðssamband Vestur ís- firðinga Valdimar Jóhannsson nýútskrif- aðan íþróttakennara, sem framkvæmda- stjóra sambandsins í sumar. Valdimar starfaði sumarið 1973 sem þjálfari hjá HVÍ og var árangur af starfi hans góður. í sumar hefur Valdimar unn- ið ötullega að undirbúningi móta HVÍ ásamt framkvæmd og frágangi í móts- lok. Auk þessa hefur framkv.stj. annast þjálfun hjá félögunum. verkefnum ásamt Sigurði Geirdal fram- kvæmdastjóra. Þá var i vor ráðin ný skrifstofustúlka til samtakanna, Guðrún Guðmundsdótt- ir, og tók hún til starfa í maímánuði. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.