Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 13
íþróttastörf skóla í Eyjafirði Erindi flutt á Ársþingi Ungmennasambands Eyjafjarðar 6-7. 4. ’74 í Þelamerkurskóla. Á síðasta sambandsþingi var kosin nefnd, svokölluð skólaíþróttanefnd, er sjá skyldi um að koma á keppni í hin- um ýmsu íþróttagreinum milli skólanna í héraðinu á skyldunámsstiginu. Nefndin kom fyrst saman á síðastliðnu hausti í skrifstofu Ungmennasambandsins á Ak- ureyri. Hafði nefndin síðan alla sína fundi þar og nutum við nefndannenn þar þá bestu fyrirgreiðslu er hugsast gat af hendi framkvæmdastjóra okkar. Okkar fyrsta verk var að hafa sam- band við skólastjórana í eftirtöldum skól- um: Árskógaskóla, Dalvíkurskóla, Hrafnagilsskóla, Hríseyjarskóla, Húsa- hukkaskóla og Þelamerkurskóla. Urðum við að fá þeirra vilyrði fyrir þessari keppni og var það auðsótt mál, voru þeir allir ákaflega hlynntir því að þessi keppni fasri fram. Voru þeim einnig kynntar þær keppnisgreinar sem ákveðið var að keppa í en þær voru: Skák, frjálsar íþróttir, sund og knattspyma. Þar sem annar aðaltilgangur keppn- innar var að glæða áhuga og bæta félags- líf innan skólanna sjálfra, þótti augljóst að keppnin mætti ekki byrja fyrr en seinnipart vetrar og áttu því nemendur að geta undirbúið sig nokkuð vel og mið- að sitt félagsstarf með tilliti til þátttöku í þessari keppni. Ákveðið var að hefja keppni í febrúar og skyldi henni allri lokið fyrir páska, en eins og oft vill verða er mikið stendur til, þá lagðist óvenju mikill shjór vfir héraðið, einmitt er við hugðumst hefja keppni í fyrstu grein. Urðum við því að fresta keppni fram í mars. Brugðumst við síðan skjótt við er snjóruðningstæki voru búinn að ryðja okkur braut og komum saman til að gera nýja tímaáætl- un er við síðan sendum til allra skóla- stjóra við viðkomandi skóla. Þann 4. mars siglduin við síðan út í Hrísey en þar átti skákmótið að fara fram, og mættu þar 6 keppendur frá SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.