Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 19
frá ástandinu í heimalandi sínu. en þar var hann lengi erindreki Kongressflokks- ins. Frásögn hans staðfesti í öllum meg- inatriðum kenningar hinna fræðilegu fyr- irlesara. Hann benti m. a. á þá annmarka sem væru á efnahagshjálp frá þróuðum ríkjum. T. d. fengist ekki aðstoð frá USA nema það væru einkafvrirtæki sem yrðu hennar aðnjótandi. Hann lagði áherslu á það að iðnvæðing væri ekki nóg til þess að land yrði þróað. Mestu skipti að búa fólkið hugafarslega og félagslega undir þróunina. Það væri skaðlegt að flytja þjóðfélagsstefnur frá Evrópu til þróun- arlandanna og innleðia þær þar hráar samkvæmt fræðikenningu. Kapítalismi, sósíalismi og kommúnismi væru allt evrópskar stefnur sem leystu ekki vanda þróunarlandanna nema með sérstakri aðlögun á hverjum stað. Þegar talað væri um þróun virtist því miður alltaf vera átt við þróun í átt til vestræns samfélags- ástands, rétt eins og það væri hin eina sjálfsagða leið Austurlandabúa til efna- hagslegra framfara og lífshamingj'’. Margir renna fyrir fisk á ströndinni eða á brúnum yfir Gullna hornið, sem sumir borg- arbúar kalla nú orðið „meingaða hornið". Gífurleg mengun er líka í Bosphorus. Maðurinn er áburðardýr. Atvinnuleysi og ör- byrgð leggja menn enn undir slíkt ok í Miklagarði. Sérstök burðaraktygi eru spennt á menn sem siöan strita með hinn marg- víclegan varning á bakinu í mannmergðinni. Reddy frábað þróunarlöndunum sérfræð- inga Sameinuðu þjóðanna og sagði að utanaðkomandi aðstoð ætti því aðeins að berast til þróunarlandanna ef hún væri veitt til þess að aðstoða þau við að efla sig sjálf án skilvrða. Umræður og kynni Almennar umræður og fyrirspurnir voru að loknum hverjum fyrirlestri. Ut- an funda voru ekki síður líflegar um- SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.