Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 24
um. Aðalaltarið var úr skíragulli sett
gimsteinum og sömuleiðis ker og Ijósa-
króiiur. Við „Keisarahliðið“ sem enginn
mátti inn um ganga nema keisarinn einn,
stóðu jafnan tveir varðmenn, hvor við
sinn dyrastaf. Þar hafa margir fætur stað-
ið og tvístigið í gegnum aldimar því að
djúpar lautir eru þar í steingólfið. „Hér
em áreiðanlega spor eftir íslenskar fæt-
ur“, sagði fylgdarmaður minn, Jahaya
Tezin prófessor í Ankara. „Hér hafa
væringjar staðið vörð.“ Á göngu um hinn
gamla Miklagarð lifir maður sig langt
aftur í aldir og finnur undarleg tengsl
við íslenska sögu og bókmenntir.
En Tyrkland nútímans vekur mann
líka allóþyrmilega til meðvitundar um
böl okkar daga. Tyrkland er vanþróað
land í dag og atvinnuleysi og ör-
birgð þjaka mikinn hluta þjóðarinnar.
Utflutningur vinnuafls er gífurlegur. En
andlegu helsi var létt af þjóðinni s. 1.
haust, en þá lauk rúmlega tveggja ára
hálffasísku einræði í landinu sem ein-
kenndist af pólitískum ofsóknum, fangsls-
unum og aftökum. í Istanbul mætast
andstæður Tyrklands sem trúlega á eftir
að verða vettvangur harðrar pólitískrar
baráttu í framtiðinni. Istanbul er and-
dyri Miðausturlanda á mörkum Evrópu
og veraldar Vlúhameðs. Þar mætast fá-
tækt og eymd fjöldans annars vegar og
ríkidæmi fámennrar auðstéttar hins veg-
ar, — umkomuleysi hins snauða almúga
og næststærsti her á Vesturlöndum, —
nýi tíminn og ævafornar minjar. Mann-
mergðin er óskapleg, og hinn yfirþyrm-
andi eymd hins snauða fjölda getur Váld-
ið manni ógleði, en að eðlisfari er þetta
fólk glaðlegt og vingjarnlegt. Hvergi
mætist í einni borg önnur eins hring-
iða margbreytilegs lífs, örbirgðar og gjá-
lífis, fornar menningar og hvimleiðis túr-
isma. Allar þessar andstæður gefa borg-
ósegjanlegt aðdráttarafl.
Síðasta dvalardaginn í Istanbul dvaldi
ég eingöngu í gamla borgarhlutanum,
skoðaði enn hinar óþrjótandi minjar býs-
Gömul kynni við Istan-
bul rifjuðust upp í ferð-
inni í vor. Þessi mynd er
17 ára gömul. Greinar-
höfundur (lengst til
vinstri) er hér með
nokkrum tyrkneskum
stúdentum á Prins-eyj-
um í Marmarahafinu
skammt frá Istanbul.
Þarna voru áður fang-
elsi soldánsins, en núna
er þar víða sérkennileg
frið«æld, enda hafa ým-
is óhræsi nútímans, svo
sem bílar, verið bönnuð
á sumum eynna.
24
SKINFAXI