Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.06.1974, Blaðsíða 18
f Margar fomlegar fleytur stunda flutninga við strendur Bosphoms, og þannig er báts- Iagið. afstæðna en Evrópuþjóðir, og „evrópu- sering“ þessara þjóðfélaga hefur oft leitt hörmungar yfir þessar þjóðir, en framfar- ir hafa gengið seint. Hin félagslega og efnahagslega nauðungarstefna hefur svo magnað andstæðumar, ekki aðeins milli þróaðra landa og vanþróaðra, heldur líka milli landa þriðja heimsins innbyrðis. Þriðji heimui'inn er til orðinn vegna efnahagsaðgerða kapítalismans, og arð- rán heldur áfram að aukast þar ekki síð- ur þó að lönd hans tæknivæðist. Aukinn útflutningur fjármagns frá Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum til þróunarlandanna á undanfömum ámm hefur enn aukið bil- ið milli þróaðra og vanþróaðra ríkja, enda fer hagnaðurinn að mestum hluta aftur tii móðurlands fjármagnsins. Iðnvæðingu auðvaldsríkjanna í þriðja heiminum er yfirleitt komið á án þess að tekið sé til- lit til hagsmuna og þarfa fólksins í þró- unarlöndunum. Aftur á móti em þróun- arlöndin gerð háð heimsmarkaði og of- urvaldi einokunar- og auðhringa á þeim markaði. Dæmi um fyrrverandi þróunar- land sem slapp við þetta ng fór aðra braut er Japan sem fyrir bragðið er líka efnahagslega sterkt. Það sem skiptir mestu máli fvrir þró- unarlöndin er að virkja sköpunarvilja fólksins á hverjum stað, en um slíkt hirðir efnahagshjálp kapítalismans ekki. Þróun á þjóðlegum grunni Hér hef ég aðeins drepið á það heild- arviðhorf um orsakir og ástand vanþró- unar sem fram kom hjá öllum fyrir- Iesurum, en hver þeirra tók fyrir sér- staklega afmörkuð svið þessara umfangs- miklu mála. Enginn var svo mikillátur að þykjast geta komið með skjótvirka lausn til að rétta hlut þriðja heimsins, en allir voru sammála um að þróunarhjálp kæmi því aðeins að gagni að þróunar- þjóðirnar fengju að móta samfélag sitt samkvæmt eigin skoðunum og vilja og að efla eigin tæknimenntun við sitt hæfi. Eins og áður er getið voru auk fyrir- lesaranna flutt erindi af hálfu gesta frá Asíu og Afríku. Athyglisverðast var er- indi Indverjans K. V. Reddy sem er for- maður Æskulýðssamtaka Asíulanda. Hann ræddi þróun mála í Asíu og sagði 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.