Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1976, Page 5

Skinfaxi - 01.12.1976, Page 5
Óvissa um næsta landsmót Sambandsráðsfundur UMFÍ á Dalvík 20. sambandsráðsfundur UMPÍ var haldinn á Dalvík 23. október s.l. Aðal- mál fundarins var næsta landsmót IJMFÍ sem fyrirhugað var að halda á Dalvík árið 1978. Allt er nú mjög óljóst um það hvort 16. Landsmót UMFÍ geti farið fram á Dalvík eins og áformað var. Ástæðan er sú, að ekki hafa fengist loforð um nægilegar fjárveitingar ríkisins til þess að ljúka þeirri lágmarksuppbygg- ingu íþróttamannvirkja, sem nauð- synleg eru talin til þess að landsmót geti farið fram. Ljóst er að þótt lof- orð um fjárveitingar fáist nú með jöfnum greiðslum næstu fjögur ár eins og lög kveða á um, þá tekst ekki að ljúka þessari mannvirkjagerð fyrir 1978. Forráðamenn UMSE hafa því farið fram á eins árs frestun á Lands- mótinu, þ. e. til 1979, að því tilskyldu að ljóst sé að fjárveitingar ríkisvalds- ins séu tryggðar. íþróttafulltrúi ríkis- ins, Þorsteinn Einarsson, hefur nýver- ið lagt fyrir fjárveitinganefnd Alþing- is endursamda framkvæmdaáætlun um uppbyggingu þessara mannvirkja og hljóðar hún upp á 48 milljónir kr. á núverandi verðlagi, og hefur þá framkvæmdum upp á tæpar 30 millj. kr. verið slegið á frest, sem ekki er talið bráðnauðsynlegt að ráðast í Myndin er tekin á sambandsstjómar- fundinum á Dalvík. (Ljósm.: Magnús Ólafss.). SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.