Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 5
Óvissa um næsta landsmót
Sambandsráðsfundur UMFÍ á Dalvík
20. sambandsráðsfundur UMPÍ var
haldinn á Dalvík 23. október s.l. Aðal-
mál fundarins var næsta landsmót
IJMFÍ sem fyrirhugað var að halda á
Dalvík árið 1978.
Allt er nú mjög óljóst um það hvort
16. Landsmót UMFÍ geti farið fram á
Dalvík eins og áformað var. Ástæðan
er sú, að ekki hafa fengist loforð um
nægilegar fjárveitingar ríkisins til
þess að ljúka þeirri lágmarksuppbygg-
ingu íþróttamannvirkja, sem nauð-
synleg eru talin til þess að landsmót
geti farið fram. Ljóst er að þótt lof-
orð um fjárveitingar fáist nú með
jöfnum greiðslum næstu fjögur ár eins
og lög kveða á um, þá tekst ekki að
ljúka þessari mannvirkjagerð fyrir
1978. Forráðamenn UMSE hafa því
farið fram á eins árs frestun á Lands-
mótinu, þ. e. til 1979, að því tilskyldu
að ljóst sé að fjárveitingar ríkisvalds-
ins séu tryggðar. íþróttafulltrúi ríkis-
ins, Þorsteinn Einarsson, hefur nýver-
ið lagt fyrir fjárveitinganefnd Alþing-
is endursamda framkvæmdaáætlun
um uppbyggingu þessara mannvirkja
og hljóðar hún upp á 48 milljónir kr.
á núverandi verðlagi, og hefur þá
framkvæmdum upp á tæpar 30 millj.
kr. verið slegið á frest, sem ekki er
talið bráðnauðsynlegt að ráðast í
Myndin er tekin á
sambandsstjómar-
fundinum á Dalvík.
(Ljósm.:
Magnús Ólafss.).
SKINFAXI
5