Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1976, Page 6

Skinfaxi - 01.12.1976, Page 6
strax. Heildaráætlun um kostnað við byggingu þessara mannvirkja hljóðar upp á 77 millj. kr. Mannvirki þau, sem Dalvíkingar verða að koma upp fyrir Landsmót, eru grasvöllur með ílögðum hlaupa- brautum, og keppnisaðstaða í sundi, en á Dalvík er sem kunnugt er hita- veita en aðeins er til 12x6 m sundlaug. Önnur aðstaða á Dalvík til Lands- mótshalds er mjög viðunandi. íþrótta- salur 18x20 m með ágætum áhorf- endasvæðum og ágætt félagsheim- ili. Allrýmilegur húsakostur er í skólum, nýr malarvöllur og ágætur malbikaður (olíumöl) handknattleiks- völlur á leiksvæði Barnaskólans, sem einnig mætti nota til dansleikjahalds. Þá mun vera allrýmileg aðstaða fyrir tjaldstæði á túnum í nágrenni aðal- íþróttasvæðisins. H.Þ. Iþróttir í myndlist Það er fátítt að íslenskir myndlistarmenn fá- ist við efni úr íþróttalífinu. Erlendis er það hins ve?ar algengt og hefur svo verið um allar aldir. Víða erlendis cru haldnar listsýningar þar sem eingöngu eru sýnd myndlistarverk, málverk, grafík og skúlptúr, sem sækja fyrir- myndir úr iþróttum. Við birtum hér tvær myndir sem verið hafa á slíkum sýningum. Sú stærri sem sýnir blak á baðströndinni, er eftir franska málarann Bernard Buffet og er frá árinu 1928. Minni myndin sem er aðeins nokkurra ára gömul, er eftir þjóðverjann Zits- mann og heitir hún „Lokaspretturinn". 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.