Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1976, Side 18

Skinfaxi - 01.12.1976, Side 18
Skákþing UMFÍ 1976 Nýlega er lokið skákþingi UMFÍ 1976, en þar er um að ræða sveitakeppni í skák á vegum ungmennafélaganna, og spannar hún um allt land. Hver Sambandsaðili UMFÍ hefur rétt til að senda eina fjög- urra manna sveit til keppni, og er sveit- unum síðan skipt í þrjá riðla og tefla tvö efstu lið í hverjum riðli til úrslita. Alls voru 14 sveitir skráðar til leiks að þessu sinni, en þær, sem í úrslit komust, voru eftirtaldar. í síðasta blaði var skýrt frá forkeppni skákþingsins í ár. Úrslitin fóru fram dagana 6.—7. nóv. í Kópavogi. HSS boðaði forföll og tefldu því aðeins 5 sveitir, og varð árangur þeirra sem hér segir: Nr. Sveit 1 2 3 4 5 Vinn. alls Röð 1. USK □ iy2 2 1 1 5y2 5. 2. Umf. Bol 2y2 □ 1 2 2 7% 3.-4. 3. USAH 2 3 □ V2 2 7y2 3.-4. 4. UÍA 3 2 3 y2 □ 2y2 11 1. 5. UMSK 3 2 2 iy2 □ sy2 2. UÍA var því sigurvegari og hlýtur til varðveislu fagran verðlaunagrip „Skin- faxastyttuna" og titilinn“ Skákmeistari UMFÍ 1976.“ Nú hefur verið keppt um „Skinfaxastyttuna," síðan 1969 og hafa leikar farið þannig: Skákmeistari UMFÍ: 1969 HSK 1970 UMSK 1971 — 1972 — 1973 — 1974 — 1975 — 1976 UÍA. í sigursveit UÍA tefldu: 1. Trausti Björnsson, 2. Jóhann Þorsteinsson, 3. Eiríkur Karlsson, 4. Viðar Jónsson, 5. Gunnar Finnsson. — Hvernig er fjárhagur sambands- ins? — Hann er ekki góður. UMSS hefur mjög lítið fengið af styrkjum frá sveit- arfélögunum, en við höfum ástæðu til að ætla að nú verði breyting á því til batnaðar. Við reiknum með nokkrum tekjum af spurningaskemmtunum svo og af héraðsbingó sem við ætlum okk- ur að starfrækja á næstunni. — Ertu bjartsýnn? — Allt bendir til þess að við höfum tilefni til bjartsýni, því að mér finnst að byggðarlagið sé að vakna til auk- inna starfa innan ungmennafélag- anna. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.