Skinfaxi - 01.12.1976, Side 21
Kapphlaup unglinga á fjölskylduskemmtun-
inni i Þrastaskógi í sumar.
Þá var fyrsta Landsmót A.A.-sam-
takanna á íslandi haldið í Þrastaskógi
dagana 22. til 25. júlí í sumar og tókst
með miklum ágætum. Mótið sóttu um
600 manns, félagsmenn og þeirra
venslafólk. í Þrastaskógi var slegið
upp miklum tjaldbúðum og stóru sam-
komutjaldi. Fjölbreytt dagskrá fór
fram alla dagana, og voru mótsgestir
samtaka í því að njóta veru sinnar í
skóginum og að skemmta sér og sínum,
þrátt fyrir misjafnt veður mótsdag-
ana.
þessi afnot unnu skátarnir við ýmsar
lagfæringar á bústaðnum, og við hirðu
í skóginum, og gekk samstarf þetta
með miklum ágætum.
Sunnudaginn 11. júlí efndi Héraðs-
sambandið Skarphéðinn til fjölskyldu-
skemmtunar í Þrastaskógi í tilrauna-
skyni samkvæmt tilmælum fram-
kvæmdastjórnar UMFÍ. Skemmtiefni
var allt heimafengið og mest sniðið við
hæfi barna og unglinga. Samkomuna
sóttu um 300 manns, og tókst hún í
alla staði ágætlega, þrátt fyrir ýmsa
byrjunarörðugleika varðandi hátal-
arakerfi og rafmagn. Allan veg og
vanda af undirbúningi þessarar fjöl-
skylduhátíðar, báru þau Diðrik Har-
aldsson framkvæmdastjóri HSK og
Margrét S. Haraldsdóttir Umf. Stokks-
eyrar.
Helgina 17. til 18. júlí efndi Ung-
mennafélag Eyrarbakka til útilegu í
Þrastaskóg, og þar dvöldu um 35 félag-
ar við íþróttaæfingar, leiki og störf
undir leiðsögn forustumanna félags-
ins.
THE IDHAL HOLIDAY RESORT
IN
ICELAND
HOTEL THRASTALUNDUH
(TIIHÚSII OII'OVB)
nkau;
IIF.VKJAVÍK
Einhvern tíma fyrir síðustu heimsstyrjöld var
gefinn út bæklingur á ensku til að Iaða ferða-
fólk að Þrastalundi, cn }>ar var þá hótelið
sem sést á myndinni ásamt gömlu Sogsbrúnni.
Hótelið brann til grunna þegar það var setið
af hernámsliðinu á styrjaldarárunum.
SKINFAXI
21