Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1976, Side 23

Skinfaxi - 01.12.1976, Side 23
Bandaríkjamaðurinn Charles H. Sherrill er talinn hafa verið fyrstur manna til að nota krjúpandi viðbragð í hlaupakeppni. Efsta myndin er af Sherrill í viðbragðinu ásamt þremur öðrum hlaupurum sem ætla af stað með gamla laginu. Þetta var árið 1888. Fljótlega létu spretthlauparar sann- færast urn ágæti þessara furðulegu stellinga, og flestir munu hafa notað krjúpandi viðbragð á fyrstu nútíma- olympíuleikunum 1896. Næst efsta myndin er tekin í Bretlandi í lok 19. aldar. Hlaupararnir, sem eru að leggja af stað í 100 jarda hlaup, nota allir hina nýju aðferð. Stúlkurnar mega líka muna tvenna tímana á hlaupabrautinni. Þriðja myndin er auðvitað af nútímastúlkum i sprettviðbragði. Búningur þeirra er líka mun frjálslegri en hinar hnésíðu brækur karlanaa um aldamótin. En einhvern tíma hefði það þótt ósiðlegt að stúlkur létu sjá sig svona létt- klæddar á almannafæri. Neðsta mynd- in er tekin í Þýskalandi árið 1900. Það vantar ekki að stúlkurnar bregða kná- lega við, og skammbyssa er notuð til að ræsa. Ef þær hefðu mætt til keppni í stuttbuxum, hefðu þær umsvifalaust verið handteknar. Stúlkur munu hvergi hafa notað krjúpandi viðbragð fyrr en eftir fyrri heimsstyrjöldina. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.