Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 25
íslensku Ólympíuþátt-
takendurnir í Stokk-
hólmi 1912. Sigurjón er
hér 6. frá vinstri. Á
þessum Ólympíuleikum
keppti Sigurjón í grísk-
rómverskri glímu með
frábæriun árangri eins
og lýst er hér í grein-
inni.
tók aö berjast nokkuð ótt í brjóstum
okkar félaga hans, við kviðum því ef
Sigurjón yrði nú óheppinn, því mest
var undir því komið, að komast hjá
þeim erfiðustu fyrst, því 50 menn voru
i flokki hans og sérhver úr sögunni
er tvisvar beið ósigur. —
Hamingj an heilög. — Það var Finni,
að nafni Gustaf Lennart Lind, sem
átti að mæta Sigurjóni. Okkur stóð
stuggur af öllum finnum, því að af
þeim gengu mestar tröllasögur. Háls
finnans var öllu gildari að sjá en
höfuðið og allur var maðurinn mjög
sterklegur, en í fyrstu atrennunni
náði Sigurjón á honum sínu bezta
taki, (höfuðtaki með mjaðmarhnykk)
og hafði hann þegar undir, en finninn
smaug úr því á síðasta augnabliki.
Þeir glímdu síðan í y2 klukkustund,
svo hvorugur lá, en Sigurjóni veitti
auðsjáanlega betur. Áttu þeir þá að
hvíla í eina mínútu, en í næstu at-
rennu lagði Sigurjón finnan, eftir
skamma viðureign, (35 mín. í alt). Við
hrópuðum ísland og hlupum til sigur-
vegarans næsta kátir.
Nú vikur sögunni aftur að viðureign
Sigurjóns, hann átti sem sé að glíma
undir eins þ. 8. aftur (daginn eftir).
Við komum út á Stadion kl. 1,30 e. m.
og þá urðum við eigi alllítið skelkaðir,
er við sáum að „D. l.“ var þegar á
stöng, en sá er eigi mætti í tíma, gat
átt það á hættu, að vera dæmdur
ósigurinn þegar í stað. Það var því asi
á Sigurjóni, sem von var á, — og að
svipstundu liðinni stóð hann and-
spænis mótstöðumanni sínum. Við
höfðum varla hafa tíma til að kviða
hver nú mundi koma, — enda brá
okkur eigi lítið í brún, er við sáum
að það var hvorki meira né minna
en heimsmeistari þessa flokks, Finn-
inn Johan Kusaa Salila, sá er felt
hafði S. M. Jensen í Kaupmannahöfn
um vorið, í þyngsta flokki. Við höfðum
enga von um að Sigurjón myndi
standast honum snúning, þvi maður-
inn var óárennilegur í okkar augum.
SKINFAXI
25