Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 29
hinn hið minsta. Voru þá báðir orðnir
mjög dasaðir af átökunum, en þar við
bættist ofsahiti. En nú urðu þeir að
glíma í hálfa kl.stund, eða hver vissi
hvað lengi, unz annarhvor yrði yfir-
sterkari. Tókst þá Wiklund að þræla
S. á hnén og síðan að grípa um mittið
á honum, til þess að halda honum
niðri og vaka yfir tækifæri til þess
að koma honum út af jafnvægi, en
fékk honum hvergi bifað. Þannig lá
hann ofan á Sigurjóni í nærfelt hálfa
kl.stund. Leiddist þá S. þófið og ætlaði
að varpa honum fram af sér, en um
leið nam vinstri öxl hans framanvert
við dýnuna, og fyrir það var Wiklund
dæmdur sigurinn.
Okkur þótti þetta hörð úrslit, er
hvergi nærri lá við falli. En nú var
farið að fækka i flokki Sigurjóns, svo
búast mátti við, að hann yrði nú að
glíma aftur seinna um daginn, svo
okkur þótti ekkert líklegra en það, að
hann yrði úr sögunni að kveldi. — Jú,
kl. 41/2 e. h. átti hann að glíma aftur.
Hann var mjög illa til reika, eigi all-
lítið skeindur á hnjánum og lerkaður
og stirður í öllum vöðvum eftir viður-
eignina við Wiklund. Samt mælti
hann eigi æðruorð, en gekk furðu-
rösklega á móti fjórða keppinaut sín-
um, er einnig var Finni, August Rajala
að nafni, og var hann allþrýstinn,
sem öll sú sveit. Aldrei hafði Sigurjón
snarast jafnákveðið og vasklega að
mótstöðumanni sínum sem nú, enda
tókst honum von bráðar að ná á hon-
um valbragði sínu og keyra hann á því
til jarðar umsvifalaust; síðan fylgdi
hann á eftir, hægt og bítandi, unz
herðar Finnans kystu dýnuna eftir 2
Sigurjón var líka vel liðtækur sundmaður og
frjálsíþróttamaður. Hér er hann í hópi fleiri
hraustra karla að loknu nýárssundinu 1912.
Sundkeppnin var háð í Reykjavíkurhöfn á
nýársdag. Sigurjón er yst til vinstri í fremri
röð, og við hlið hans sitja þeir Erlingur Páls-
son og Guðmundur Kr. Guömundsson.
mínútna viðureign. Okkur létti nú í
skapi og höfðum enn miklar vonir um
það, að íslendingurinn kæmist í loka-
glímuna með sæmilegri hepni, enda
varð nú frammistaða hans nú þegar
svo góð, að vel mátti við hana una,
hvernig sem nú færi. Það voru nú
einir 9 glímumenn eftir, að Sigurj.
meðtöldum, er að eins höfðu beðið
einn ósigur eða engan, og var S. því
kominn upp í það, sem kallað er
„semifinalen“, þ. e. eftir var ein
glimu-umferð til lokaglímunnar, er að
eins 3 þeir beztu fengju að taka þátt í.
Okkur fanst því S. verðskulda að kom-
ast lengra úr því sem komið var, og
töldu blöðin viðureign þeirra Wiklunds
einhverja eftirtektarveröustu glímuna
fram að þeim tíma. En það sem enn
SKINFAXI
29