Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1976, Side 33

Skinfaxi - 01.12.1976, Side 33
geysihörðu íþróttakeppni mesta afreks- fólks heimsins? Ég hef svarað þessari spurningu með sjálfum mér og hef margt við þessa fram- kvæmd að athuga. Ég ann okkar afreks- fólki í íþróttum og vil því allt það besta, en að mínu mati er bara svo ótalmargt ógert áður enn þessari hæstu tröppu er náð, og henni verður aldrei náð nema til komi langtímaskipulag um markvissan stuðning við afreksfólkið, og því verði sköpuð sambærileg aðstaða og íþrótta- afreksfólki annarra þjóða. Góðir samkomugestir, i minum huga á íþróttastarfið að skipa öndvegi í tóm- stundastörfum barna og unglinga, og það hefur það gert þau tæp 70 ár sem ung- mennafélagshreyfingin hefur starfað á íslandi. í þjóðfélagi vaxandi kyrrsetu, vélvæðingar, og aukinna tómstunda er mannskepnunni fátt nauðsynlegra en holl tómstundaiðja og likamsrækt. Meðal menningarþjóða eru íþróttir og uppbygg- ing íþróttamannvirkja til hverskonar íþróttaiðkana líka talin ein af frumþörf- um samfélagsins, og i engu sparað til þess að skapa almenningi sem besta aðstöðu í þeim efnum. Margskonar alþjóðlegt samstarf er í gangi á sviði íþróttamála, og íþróttaleg samskipti þjóða i milli fara stöðugt vax- andi. Evrópuþjóðir ræða nú um gerð iþróttasáttmála sín á milli, sem fæli í sér einskonar rammaskipulag og mótun heildarstefnu í uppbyggingu íþrótta- mannvirkja og framkvæmd íþróttastarfs- ins, þar sem höfuðáhersla væri lögð á al- mannaiþróttir, „íþróttir fyrir alla“. — Hver á ekki sína íþrótt? Öll höfum við eitthvert mark að keppa að, í hinum ólik- legustu efnum. Oft er líka erfitt að skil- greina orðið iþrótt eða athöfn þá sem til iþrótta mætti teljast, sömuleiðis iþróttir og listir; svo fullkomnu valdi og fáguðu geta menn náð í íþrótt sinni, að um hreina listsköpun sé að ræða. í sjö áratugi hefur ungmennafélagshreyfingin á ís- landi leitast við að ala með þjóðinni íþróttavakningu, og áhuga fyrir almennri líkamsrækt. Landsmót eru haldin til þess að gera úttekt á getu afreksfólksins, stað- ið hefur verið að byggingu íþróttamann- virkja af ýmsu tagi, í sumum tilfellum félögin ein sér þó miklu oftar í samvinnu við sveitarfélögin. Það væri ósanngjarnt að segja að lítið hefði áunnist í þessum efnum þegar litið er til baka, þótt stöðugt vaxi kröfugerð um fullkomnari og betri keppnisaðstöðu og hverskonar mann- virkjagerð. Við verðum í framtíðinni að hyggja að fljótvirkari og hagkvæmnari byggingar- máta í þessum efnum en verið hefur, og víst er um það að núverandi mennta- málaráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson hefur sýnt athyglisvert framtak í þeim efnum, sem er bygging íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja, glæsilegt iþróttahús og sundhöll af fullkomnustu gerð ásamt öllu tilheyrandi uppbyggt og fullfrágengið á einu ári. Þá verðum við i framtiðinni sem hin síðari ár að leggja ríka áherslu á sam- hliða uppbyggingu iþrótta- og félags- starfs í félögunum. Afreksfólki okkar á íþróttasviðinu verður að skapa viðunandi æfinga og keppnisaðstöðu hér heima og vinna markvissara undirbúningsstarf á því sviði en hingað til. Hver hefur ekki orðið var við það síðustu daga og vikur, að samfélagið gerir hiklaust kröfur til þessa afreksfólks okkar, að það standi sig i keppni við afreksfólk annarra þjóða? Afreksmenn á sviði íþrótta eru líka stolt hverrar þjóðar og áhrifamestu sendifull- trúar í alþjóðlegu samstarfi þegar vel gengur. Með hugtökunum almenningsíþrótt eða íþróttir jyrir alla er átt við hverskonar líkamlega þjálfun eða hreyfingu, sem miðar að því að viðhalda almennri heil- SKINFAXI 33

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.