Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1976, Page 36

Skinfaxi - 01.12.1976, Page 36
framþróun og uppbyggingu þeirra. Ef ekki tekst á næstu árum að renna styrk- ari stoðum undir fjárhagslegan rekstur slíkra samtaka hérlendis, eins og gerist með öðrum menningarþjóðum, horfir illa um þennan mjög svo nauðsynlega þátt í uppeldiskeðjunni, sem ég tel íþrótta- og æskulýðsmálin vera. Eldri félögum kann að finnast þetta hrokafull heimtufrekja, ekki hafi alltaf verið svo mikið til þess að moða úr í gamla daga nema gnægð hugsjóna, og góður vilji. Allt slikt er til staðar í dag, og þegar ríkisvaldið og þeir sem pen- ingunum ráða hafa keppst við að reisa bankahallir og fjárgeymslur yfir peninga sem þó eru ekki til, höfum við haldið áfram að leggja inn á hug- sjónabanka hreyfingarinnar, sem frum- herjarnir reistu i öndverðu. Allt of lítið af þessari innistæðu hefur enn sem komið er þótt þess vert að ávaxta samkvæmt framansögðu. En þegar litið er til baka yfir 70 ára starf megum við ungmenna- félagar þó vel una okkar hlut. Ég hygg að spor hreyfingarinnar megi víða rekja í framkvæmdasögu byggðarlaganna og á framabraut einstaklingsins. En það þjón- ar engum tilgangi jafnvel fyrir hugsjóna- menn að loka augunum fyrir þvi að við lifum breytta tíma frá þvi sem áður var, við lifum í þjóðfélagi peninga og vaxandi samkeppni og auglýsinga; enginn getur snúið sér við til framkvæmda né athafna nema fyrir peninga. Ungmennafélagsforustan á íslandi í dag hefur heitið því að aðlaga ung- mennafélagshreyfinguna breyttum tíma en daga ekki uppi eins og nátttröll. Hvernig til tekst um alla framkvæmd, er undir ykkur komið, góðir ungmennafélag- ar. Forustumenn ungmennafélaganna á íslandi hafa lengst allra haldiö í áhuga- mennskuna, og enn byggist verulegur hluti okkar starfs á þegnskap félaganna og fórnarlund, en kapphlaupið um það að hafa í sig og á leyfir vart lengur að menn þurfi að gefa með sér stórfé til þess að fá sæmilega séð fyrir rekstri hreyfing- arinnar. Og þess vegna verðum við oft fyrr en ella að sjá á bak góðum starfs- kröftum og félögum. Að lokum þetta, góðir tilheyrendur: leggið rækt við íþrótta- og æskulýðsstarf- ið, betri fjárfestingu getur þjóðin ekki lagt út í, arður þess starfs og fjármagns mun óðar en varir skila okkur betra þjóð- félagi. íslandi allt — góða skemmtun. 36 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.