Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1977, Side 6

Skinfaxi - 01.10.1977, Side 6
Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ flytur kveSjur ÍSÍ. Ljósm. gk. Ávörp gesta. Fyrstur tók til máls Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra. í upphafi máls síns þakkaði mennta- málaráðherra fyrir sína hönd og konu sinnar boðið um að sitja þetta þing, en sagðist ekki geta dvalið lengi í þetta sinn vegna anna. Flutti hann Ungmennafélagi íslands árnaðaróskir sínar, konu sinnar og ráðuneytisins. í ávarpi sínu ræddi ráðherra m.a. um gildi hinna frjálsu samtaka í land- inu fyrr og síðar. Ungmennafélögin hefðu t.d. lengi verið eini félagsmála- skólinn í landinu og þau væru nú í auknum mæli almennar uppeldis- stofnanir. Þá ræddi ráðherra um þá miklu breytingu sem hefði átt sér stað í landinu síðustu 100 árin og þann já- kvæða þátt sem félagasamtök hafa átt í þeirri mótun. Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, árnaði UMFÍ heilla á þessum tímamótum. í lok máls síns sæmdi hann þá Haf- stein Þorvaldsson, formann UMFÍ, æðsta heiðursmerki ÍSÍ og Sigurð Geirdal, gullmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf að íþróttamálum. Að endingu færði Gísli UMFÍ fagran kristalvasa að gjöf frá ÍSÍ. Reynir Karlsson, æskulýðsfulltrúi ríkisins, flutti kveðjur sínar og síns embættis og þakkaði samstarf á liðn- um árum. Sr. Eiríkur J. Eiríksson, þjóðgarðs- vörður og fyrrum formaður UMFÍ bauð gesti velkomna á Þingvöll og óskaði samtökunum heilla í starfi um ókomin ár. Að lokum flutti Þorsteinn Einars- son, íþróttafulltrúi ríkisins, kveðjur íþróttanefndar ríkisins. Þá þakkaði Þorsteinn persónuleg kynni sín af ungmennafélagshreyfingunni og ein- stökum liðsmönnum hennar. Skýrsla stjórnar. Að venju var lögð fram fjölrituð skýrsla. Heldur hafði verið vandað meira til hennar að þessu sinni vegna afmælisins. í skýrslunni er fjallað um Reynir Karlsson æskulýðsfulltrúi ríkisins. — Hægra megin á myndinni er Hafsteinn Þor- valdsson form. UMFÍ, en Sveinn Jónsson forseti þingsins vinstra megin. Ljósm. gk. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.