Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1977, Page 18

Skinfaxi - 01.10.1977, Page 18
Siguröur Greipsson var meðal gesta á af- mælisþinginu, hér er hann á tali við Þór- odd Jóhannsson og frú. Sigurður Greipsson, 80 ára Mánudaginn 22. ágúst sl. átti Sig- uröur Greipsson, í Haukadal, 80 ára afmæli. Á afmælisdaginn var gestkvæmt og glatt á hjalla í Haukadal, hjá þeim heiöurshjónum Sigurði og Sigrúnu, eins og svo oft áður, við slík tækifæri. Nemendur, vinir, starfsmenn, og sveit- ungar voru þar samankomnir og um kl. 15.00 fylktu þeir liði við anddyri gamla skólahússins undir stjórn Þor- steins Einarssonar, íþróttafulltrúa og gengu síðan í íþróttasalinn nýja, til móts við hinn áttræða höfðingja og fjölskyldu hans. í fararbroddi gengu tveir fánaberar, með íslenska þjóð- fánann og hvítbláan fána ungmenna- félaganna, og sungu göngumenn við raust ÖXAR VIÐ ÁNA. Er í salinn var komið flutti séra Eiríkur J. Eiríksson, fyrrverandi for- maður UMFÍ ávarp til Sigurðar fyrir hönd göngumanna, og annarra við- staddra, og var það hressilegt og snjallt ávarp, eins og hans var von og vísa. Að þessari innsetningu lokinni, var sest að veglegum veisluborðum þeirra Haukadalshjóna, ávörp voru flutt, með almennum söng, á milli, undir stjórn Sigurðar Erlendssonar bónda á Vatnsleysu. Er gestir höfðu þegið góðgerðir var haldið inn í Haukadal í fegursta veðri, og gróðurríkar hlíðar dalsins augum litnar undir leiðsögn Sigurðar Greips- sonar. Þá var gengið að minnisvarð- anum sem nemendur Sigurðar reystu honum hér á föðurleyfð hans í Hauka- dal fyrir hart nær 10 árum. Við minn- isvarðann kom allur hópurinn saman og þar voru sungin ættjarðarljóð í fjallakyrrðinni, og hinu fagra skógar- rjóðri um hverfis varðann. Þá var haldið á ný niður á Sanda, og nú komið saman í Gula-salnum kennslustofu íþróttaskólans í Hauka- dal, þar sýndi Þorsteinn Einarsson kvikmynd frá 12. Landsmóti UMFÍ sem haldið var í umsjá Skarphéðins að Laugarvatni sumarið 1965, en þá var Sigurður Greipsson enn formaður HSK. Að lokinni sýningu var boðið upp á veitingar á ný, og þá flutti Sig- urður þakkir til gestanna fyrir kom- una, og vinum sínum þakkir fyrir gott samstarf og ánægjulegar samveru- stundir fyrr og síðar. Við sem komum til fjölskyldunnar í Haukadal þennan fagra sumardag, höfum enn bætt einum sólargeisla í sögu minninganna frá nærveru okkar við leiðtogann virta, og staðinn sem við eigum svo mikið að þakka, og fáum seint goldið sem vert er. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.