Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1977, Page 19

Skinfaxi - 01.10.1977, Page 19
Hér verða ekki að þessu sinni rakin æviágrip Sigurðar Greipssonar, þau standa skráð á spjöld sögunnar, og eru yfir hversdagsleikann hafin. Við fær- um afmælisbarninu hugheilar kveðj- ur, og þakkir fyrir forystuhlutverk hans og leiðsögn innan ungmenna- félagshreyfingarinnar, og heitum því að standa vörð um og efla eftir föng- um þær hugsjónir, sem hann mótaði og hefur lagt grunninn að á viðburðar- ríkri starfsævi. Enn er hugurinn bund- inn starfi og stefnu ungmennafélag- anna og enga hvatningu metum við meira en hans. Hafsteinn Þorvaldsson, form. UMFÍ. Hússjóður UMFÍ í sambandi við tillöguna sem sam- þykkt var á þinginu um að UMFÍ eignaðist húsnæði sem fyrst brugðu nokkrir fulltrúar við hart og títt og lögðu fram fé í sjóð er verja skuli til fjármögnunar þessu fyrirtæki. Þeir sem lagt hafa fram fé í þessum tilgangi eru: Ónafngreindur frá Selfossi 10.000,- kr. Héraðssamb. S-Þingeyinga 50.000,- Ungmsamband Eyfirðinga 50.000,--- Þess skal að lokum getið að framlög þau sem berast í sjóð þennan verður jafnharðan getið á síðum Skinfaxa þannig að lesendur geti fylgst með framvindu sjóðsins. Fjármál verða mikið í deiglunni á næstunni — héi gefa þeir Haf- steinn og Sigurðui fjárhagsnefnd góð ráð. Húskaupanefnd skipuð í samræmi við samþykktir afmælis- þingsins hefur verið skipuð þriggja manna nefnd, í nefndinni eiga sæti þeir Pálmi Gíslason, UMSK form. Valdimar Óskarsson, UV og Gunnar Sveinsson, UMFK. Þetta eru allt gal- vaskir menn og eru þegar teknir til óspilltra málanna. Keppni milli héraðssambanda Sunnudaginn 21. ágúst 1977 háðu HSS og UDN með sér frjálsiþrótta- keppni á íþróttavellinum við Tjarnar- lund í Saurbæ. Veður var gott til keppni en dálítil gola. Mótsstjóri var Svanbjörn Stef- ánsson. Keppni þessi er stigakeppni og lauk henni með sigri Dalamanna sem hlutu 166 stig en Strandamenn fengu 111 stig. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.