Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 3
SKIIMFAXI
3. tbl. — 71. árg. — 1980
ÚTGEFANDI:
Ungmennafélag fslands.
RITNEFND:
Pálmi Gíslason ábm.
Diðrik Haraldsson
Sigurður Geirdal
Finnur Ingólfsson
Egill Heiðar Gíslason.
AFGREIÐSLA SKINFAXA:
Skrifstofa UMFl,
Mjölnisholti 14,
Reykjavík — Slmi 14317.
OFFSETPRENTUN:
Prentval S/f.
meðal EFNIS:
Bls. 4 Fréttir af þingum
— 8 Knattspyrna
— 10 Umf. Geislar
" 12 Trjárækt og starfs- dagar í Þrastaskógi
13 íslandsmótið í knattspyrnu
— 14 Knattspyrna kvenna
— 16 Skinfaxi kynnir
18 Stjórnarf. og framkv.- stj.námskeið UMFÍ
23 Körfuknattleikur kvenna
24 íþróttir í Borgarfirði
— 25 Vísnaþáttur
26 Félagsmálaskóli UMFÍ
• 1
FORSÍÐUMYNDIN:
Forsíöumyndin að þessu sinni er
úr leik Völsunga og Austra sem
úædi taka þátt í 2. deild Íslands-
'nótsins í knattspyrnu. Völsungar
sækja að marki Austra.
Náttúruvernd
Á síðustu árum hefur orðið — náttúruvernd — verið títt-
nefnt í ræðu og riti. Fundir og ráðstefnur hafa verið haldnar
um náttúruvernd. Samþykkt hafa verið lög frá Alþingi og
stofnuð samtök um land allt um náttúruvernd. Eftir þessa
upptalningu virðist e.t.v. barnalegt að spyrja: Hvað er nátt-
úruvernd?
Svo er þó ekki, því þrátt fyrir skilgreiningu í lögum og
samþykktum ber mikið á milli hjá þeim sem telja sig nátt-
úruverndarmenn. Hér eru öfgarnar til beggja enda sem ann-
ars staðar.
Ýmsir telja það eitt fullkomna náttúruvernd að villt dýra-
líf og gróður fái að búa við óbreytt kjör og óáreitt af öðrum
lífverum. Mér virðist að sumum gleymist að maðurinn er ein
þessara lífvera sem á sér sinn sess í náttúrulegri lífkeðju
jarðarinnar. Hann hlýtur þvi að eiga sinn rétt til umhverfis-
ins til dvalar og fæðuöflunar. Maðurinn er að visu eina líf-
veran sem fær er um að gjörbylta umhverfi sínu og þar með
lífskjörum annarra lífvera. Ábyrgð hans er því þeim mun
meiri. En ef vel er að gáð er augljóst að ekkert í náftúrunnar
ríki er eins á morgun og það var í gær. Sífelld breyting á sér
stað. Flestar svo hægfara að mörg okkar taka ekki eftir
þeim. Við skulum því fara varlega í því að krefjast náttúru-
verndar, er kallar á stöðnun og óumbreytanleika, heldur
ekki þótt breytingin sé af mannavöldum. Það má einnig
spyrja: Hverjir eiga að njóta þeirrar náttúru sem maðurinn
má ekki vera þátttakandi í?
Hinu er ekki að leyna að maðurinn hefur sínar skyldur
við umhverfi sitt og ekki síður afkomendur sína. Því ber
honum að bruðla ekki með gæði náttúrunnar, hvorki í
fæðuöflun sinni né þeim notum öðrum sem hann vill af
henni hafa. Allar þær breytingar sem hann vill gera sér til
hagsbóta eru líklegar til að skerða rétt annarra lífvera og
verður því að gera aðeins af yfirveguðu ráði. Gera verður
strangar kröfur til vistfræðirannsókna áður en í stórfram-
kvæmdir er ráðist svo við vitum hverju við erum að breyta.
Sérstaklega ber að gæta þess að raska ekki svo lífskjörum
að ein eða nokkrar tegundir nái yfirhöndinni í lífsbaráttunni
yfir öðrum svo að þær þurrkist út.
Hér gildir sem annars staðar að þekkingin er lykillinn til
að viðhalda því gullvæga jafnvægi sem náttúrulegu lífi er
nauðsyn. Ungmennafélögin hófu starf sitt á fræðslu og
ræktun lýðs og lands. Höldum starfinu ótrauð áfram. Verk-
efnin þrýtur aldrei.
íslandi allt.
Bergur
Torfason.
SKINFAXI
3