Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 31
Umf. Ármann
Aðalfundur Umf. Ármanns í Hörgslands-
hreppi og Kirkjubæjarhreppi í Vestur-Skafta-
fellssýslu var haldinn laugardaginn 5. apríl
síðastliðinn. Meðal gesta á fundinum voru Sig-
urður Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ og
Guðni Einarsson formaður USVS. Fráfarandi
stjórn félagsins lagði fram á fundinum ítarlega
ársskýrslu fyrir starfsárið 1979. Á fundinum
urðu allfjörugar umræður um starfsemi félags-
ins og með hvaða hætti mætti auka virkni fé-
lagsmanna og íbúanna á svæðinu í starfsemi fé-
lagsins og einnig um aðstöðu fólks á svæðinu til
íþróttaiðkana. Reyndust fundarmenn sammála
um að í þeim efnum ríkti algjört hörmungar-
ástand þar sem engan íþróttavöll er að finna á
svæði félagsins þótt félagið eigi að baki 70 ára
sögu.
I fundarlok var samþykkt áskorun til sveitar-
stjórna Hörgslandshrepps og Kirkjubæjar-
hrepps þar sem þær eru hvattar til að hefja nú
þegar framkvæmdir eða undirbúning að gerð
varanlegs íþróttavallar.
Stjórn félagsins skipa nú: Sigmar Helgason,
formaður, Hraunkoti, Jón Jónsson, ritari,
Prestbakka og Hilmar Gunnarsson Kirkjubæj-
arklaustri gjaldkeri.
Bœndur
Verktakar
Varahlutir í Massey Ferguson dráttarvélar
og Perkins dísilvélar.
Höfum á lager mikiö magn
-r'5£tT ..
pakkn'ingasett. Binnig —'
kúplingu, bremsur, rafkern
stýri-
Skjót og góð afgreiðsla.
Hagstætt verð. Sendum í póstkröl
Vélar og þjónusta h.f.
Járnhálsi 2 — 110 Rekjavík — Síi
SKINFAXI
31