Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 7
SÍS styður körfuboltann Samband ísl. samvinnufélaga h'efir allt frá fyrstu tíð látið sig umhugað um öflugt íþróttalíf i landinu og veitt til þessarar starfsemi allveru- lega fjármuni. Um nokkurt skeið hafa forystumenn sam- vinnuhreyfingarinnar velt því fyrir sér hvort ein öflug styrkveiting i stað dreifðra smærri fjár- veitinga myndi ekki nýtast betur og verða iþróttahreyfingunni til heilla. Við frekari athug- un virtist þetta nýmæli geta horft til bóta. Því var ákveðið fyrir alllöngu að reyna þessa nýbreytni fyrir árið 1980 og var Körfuknatt- leikssamband íslands fyrir valinu. Ástæða þess var sú að landsliðsnefnd Körfuknattleikssam- bandsins hafði þá nýverið farið fram á fjár- stuðning til starfsemi þessarar íþróttagreinar og þar sem það hafði sjaldan áður hlotið styrk var það talið vel að þessari fyrstu útnefningu komið. Ef þessi nýja aðferð sannar ágæti sitt er áformað að endurnýja styrkveitinguna að ári til annarrar íþróttagreinar, eða þeirrar sömu, eftir atvikum, en styrkveitingin í ár nemur 5,5 millj- ónum króna. Við þessa styrkveitingu áskilur Sambandið sér heimild til að virkja starfsemi íþróttagrein- arinnar til upplýsinga um samvinnuhreyfinguna í landinu t.d. með því að merkja búninga lands- liðsins með samvinnumerkinu og öðru því sem gagnkvæmt samkomulag næst um við forráða- menn Körfuknattleikssambandsins. Sambandið væntir þess að þessi fjárstuðning- ur örvi áhuga æsku landsms á heilbrigðum íþróttum og verði öllum v' omandi til velfarn- aðar. Fréttatilkynning frá Sambandi ísl. samvinnufélaga. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.