Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 10
Félagatal Umf. Geisla fyrir
árið 1979 hafði að geyma nöfn
200 félagsmanna. Karlar voru
131 og 69 konur. Níu bókaðir
stjórnarfundir voru haldnir á ár-
inu auk nokkurra óformlegra
funda.
Eitt innanfélagsmót var hald-
ið, en það var í frjálsum íþrótt-
um innanhúss. Félagið hefur
gengist fyrir iþróttaæfingum að
Húnavöllum þá mánuði sem
skólinn starfar. íþróttanefnd
hefur haft umsjón með þessum
æfingum og jafnan fengið sjálf-
boðaliða til að stjórna þeim.
Þessar æfingar höfum við fyrst
og fremst ætlað hinum eldri fé-
lagsmönnum en hina yngri
teljum við fá miklu meira en nóg
af íþróttum á vegum skólans.
í dagskrá Húnavöku lögðum
við fram skemmtiefni, sem var
áróðursþáttur um bindindi.
Þessi þáttur samanstóð af upp-
lestri og látbragðsleik í léttum
dúr.
Reynt var að fá aukna breidd í
starfsemi félagsins með útgáfu-
starfi og ferðalögum. Tókst
þannig til að tvö tölublöð af
Geisla-hreti komu út, annað í
maí og hitt í desember. En
ferðalagið varð ekki að veruleika
þrátt fyrir heiðarlega tilraun.
Hins vegar fóru um 30 félags-
menn í stutta en ánægjulega ferð
innan héraðs, nefnilega að
Gunnfríðarstöðum til þess að
vinna sjálfboðastarf við skóg-
rækt á vegum Skógræktarfélags
A-Hún.
Að sjálfsögðu tókum við þátt í
LANDSHLAUPI FRÍ sem fram
fór í júní. Þó nokkur undirbún-
ingur var viðhafður hvað okkar
félag snerti, bæði varðandi
skiptingar og timatöku. Skipulag
var gott og framkvæmdin í sam-
ræmi við það.
Þann 8. júlí héldum við fjöl-
skyldumót í Húnaveri ásamt
Umf. Bólhlíðinga og félagsheim-
ilinu Húnaveri. Dagskrá mótsins
var í meginatriðum helgistund,
ræða alþm., einsöngur, iþróttir
og leikir bæði úti og inni. Síðar
var haldinn unglingadansleikur.
Mót þetta var vel sótt og hefur
hvarvetna mælst vel fyrir.
íþróttaæfingar áttu að heita
tvisvar í viku í sumar og fóru
þær fram á Blönduósi. Þjálfari
var Kristján Halldórsson, á
vegum USAH, og þjálfaði hann
bæði frjálsar íþróttir og knatt-
spyrnu í öllum aldursflokkum.
Þetta æfingafyrirkomulag, að
æfa eingöngu á Blönduósvelli,
gafst ekki vel í sumar, a.m.k.
ekki fyrir okkar yngri félaga. Af
ýmsum ástæðum mættu þeir illa
og stundum ekki. Sama er að
10
SKINFAX!