Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 12
Við skála UMSK í Þrastaskóci.
Trjárœkt og
starfsdagar
í Þrastaskógi
og við girðingu í 3 klst. Veður var
ekki sem best en vel var unnið. 7.
júní mættu til starfs í Þrastaskógi
37 félagar frá íþróttafélaginu
Gerplu undir stjórn formannsins
Margrétar Bjarnadóttur, nítján
félagar frá Umf. Aftureldingu og
fjórir félagar frá Umf. Kjalnes-
inga. Unnið var við hreinsun í
góðu veðri I 4 klst. í lokin var
haldin mikil brenna við íþrótta-
völlinn en öllum dauðum trjám
og spreki var ekið þangað, á
klapparholtið við enda vallarins. í
lok starfsdagsins var gengið um
skóginn og farið í leiki. Dagurinn
var mjög vel heppnaður.
Stefnt er að fleiri starfsdögum I
sumar og verður þá leitað til fé-
laga frá ungmenna- og íþróttafé-
lögum.
Páll Aðalsteinsson.
Sumarið 1979 fór hópur ungl-
inga I Þrastaskóg á vegum UMSK
til plöntunar á tvö þúsund birki-
plöntum og sex hundruð greni-
plöntum (blágreni). Unnið var við
plöntun í sjö klukkustundir.
Plantað var á svæði fyrir ofan
íþróttavöllinn meðfram girðing-
unni. Unglingarnir voru 35 úr
vinnuskóla Mosfellssveitar ásamt
4 verkstjórum og formanni
UMSK. Mosfellshreppur lagði til
bifreið undir hópinn og var förin
mjög vel heppnuð. Vorið 1980
samþykkti Þrastaskógarnefnd að
gangast fyrir starfsdögum í
Þrastaskógi. Var ákveðið að
vinna að hreinsun I skóginum,
fjarlægja dauð tré og rusl, jafn-
framt því að gera girðinguna fjár-
helda, en hún var alveg opin að
austanverðu.
Laugardaginn 31. maí mættu
svo fimmtán ungmennafélagar frá
Umf. Hvöt Grímsnesi til starfa
undir forustu formanns síns Lísu
Tomsen. Unnið var að hreinsun
Safnað f brennu.
Málin skuðuð.
12