Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 21
Einar Magnússon form. HSK ásamt gjaldkera sinum Kjartani Lárussyni t.v. stjórn og tók ég við formennsku af Kristjáni Jónssyni. Stjórnin sér um daglegan rekstur og enginn fastur starfs- maður er hjá sambandinu núna. Mót í vetur hafa verið öll sam- kvæmt áætlun og þátttaka í þeim með meira móti. Þá var ákveðið á sambands- ráðsfundi nú fyrir stuttu að veita verðlaunapeninga í fyrsta sæti á öllum mótum HSK og eru þetta i kring um 400 verðlauna- peningar. Þið eruð að byggja upp frjáls- íþróttir á svæðinu? Já, það stendur til að koma á fót A-stigs þjálfaranámskeiði og við miðum að því að félögin byggi sjálf upp þjálfara sína en sambandið er ekki með þjálfara á sínum snærum. Ætlið þið að hafa ungmenna- búðir i sumar? Já, ungmennabúðir verða á Laugarvatni í sumar eins og síðastliðið ár. Við höfum hugsað okkur að vera með 3 námskeið sem standa í eina viku hvert fyrir börn á aldrinum 7—14 ára. Ung- mennabúðastjórar verða Hreinn Þorkelsson og Torfi Magnússon. Þið eigið stórafmæli á þessu ári? Jú, Skarphéðinn verður 70 ára á þessu ári og við höfum kosið nefnd til að sjá um afmælið með stjórninni. Það sem við hyggj- umst gera í tilefni af þessu stór- afmæli er að halda eins dags úti- hátið í Þrastaskógi sem væntan- lega verður síðustu helgina í júlí. Þarna er áætlað að komi fjöl- skyldur af öllu samhandssvæð- inu og verður ýmislegt til skemmtunar, leikir og annað slíkt. í haust ætlum við að halda afmælissamkomu en það er ekki endanlega ákveðið hvar hún verður haldin. Þetta hyggjumst við gera veglega samkomu, þar sem boðið verður stjórnum fé- laga og ýmsum öðrum gestum. Nú er Skarphéðinn stærsta héraðssambandið með 28 félög. Hverig eru þessi félög starfandi? Þau eru nokkuð misjafnlega starfandi. Það er blómlegast starfið á þéttbýlissvæðunum Sel- fossi, Hvolsvelli, Hveragerði og Hellu og síðan í uppsveitum Ár- nessýslu. Það eru 27 af þessum félögum sem eru með verulega starfsemi. Ingimundur Ingimundarson. Þú hefur verið ráðinn þjálfari hjá UMSB fram yfir landsmót. Hvernig ætlar þú að byggja upp fjrálsíþróttaliðið? í vetur þá var ég fyrst ráðinn frá 15. mars til 15. maí en byrja aftur núna eftir helgina. Ég ein- beitti mér þá að komast í skólana vegna þess að við byggjum ekki upp lið nema byrja nógu snemma og að áhuginn komi meðan krakkarnir eru í skóla. Fyrir landsmótið ætlum við að byggja þannig upp að við ætlum að mynda kjarnann í sumar. Síðan ætlum við okkur að komast erlendis, til Danmerkur, næsta vor og vera í 2—3 vikur í æfingabúðum. Fyrir síðasta landsmót fórum við í æfinga- búðir norður í Eyjafjörð, sem voru að vísu mjög góðar, en við fórum of seint. Það var lagt of mikið á fólkið þannig að árang- urinn kom ekki í ljós fyrr en löngu eftir landsmótið. Við ætlum að hindra að slíkt eigi sér stað fyrir þetta landsmót. Verða stórviðburðir á íþrótta- sviðinu hjá ykkur í sumar? Já, það má nefna að við sjáum lngimundur lngimundarson þjálfari IJMSB t.h. og Þórir Snorrason fram- kvæmdastjóri UMSE hera saman bxkur sínar. SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.