Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 9
segja að séu óbein með héraðs-
samböndin og ungmennafélögin
sem tengilið en fjöldinn allur af
ungmennafélögum iðkar knatt-
spyrnu og tekur virkan þátt í ís-
landsmótinu.
Er vitað hversu margir iðka
knattspyrnu?
Það er alltaf nokkuð óljóst
hve iðkendafjöldi er mikill. Alls-
staðar um landið er fótboltinn
vinsæll. Miðað við árið 1979
tóku um 320 lið þátt í mótum á
vegum KSÍ og er þá miðað við
alla aldursflokka. Leikir á árinu
voru yfir eitt þúsund fyrir utan
innanhússmót þar sem þátttöku-
Iið voru tæplega áttatíu. Áhorf-
endur að leikjunum í íslands-
móti á síðasta ári voru um 85
þúsund.
Hver eru helstu verkefni sum-
arsins?
Stærstu og jafnframt kostnað-
armestu viðburðir sumarsins hjá
KSÍ er þátttakan í heimsmeist-
arakeppninni sem fram fer í ár
og á því næsta. Þar erum við í
riðli með Wales, Sovétríkjunum,
Tékkum og Tyrkjum. í ár höfum
við leikið við Wales en leikum
við Rússa hér heima 3. sept. en
við Tyrki og Rússa úti, síðar í
haust. Þá verða leiknir vináttu-
leikir við Finna hér heima og
Noreg og Svíþjóð ytra. í byrjun
júlí ætlum við að koma á nýstár-
legri keppni, þ.e. landsleikja-
keppni milli íslands — Færeyja
og Grænlands sem leika þá sinn
fyrsta landsleik. Við höfum
boðið þessum þjóðum til þátt-
töku og leikirnir fara fram á
Akureyri, Húsavík og Sauðár-
króki. Þetta verða jafnframt
fyrstu landsleikir í knatt-
spyrnu á þessum stöðum.
Fjármál KSÍ?
KSI byggir rekstur sinn svo til
eingöngu á tekjum af landsleikj-
um eða með öðrum orðum á
veðurblíðu þegar landsleikir fara
fram. Má segja að sérstök
heppni hafi verið með okkur í
langan tíma hvað þetta snertir.
Af þessu leiðir að fjármál sam-
bandsins eru alltaf óviss en und-
anfarin ár höfum við ekki þurft
að sýna taprekstur hjá okkur.
Að lokum. Önnur viðfangs-
efni KSÍ?
Eins og fram kemur hér að
framan eru stærstu verkefni hjá
KSÍ skipulagning og fram-
kvæmd íslandsmótsins í knatt-
spyrnu ásamt námskeiðshaldi og
þátttöku í landsleikjum. Það má
segja að við séum á þessu ári sér-
staklega með hugann við ungl-
ingastarfið. Við höfum gert
áætlanir til að kynna knatt-
spyrnuíþróttina hjá þeim yngstu.
Auðvitað vonumst við til og
vitum reyndar, að okkur verður
vel tekið, ekki síst af ungmenna-
félögunum sem ég vona að við
eigum í framtíðinni sem best og
ánægjulegust samskipti við.
Skinfaxi þakkar Jens fyrir
spjallið og óskar knattspyrnu-
mönnum um land allt góðs geng-
is í sumar.
SKINFAXI
9