Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 24
Iþróttir í Borgatfirði Borgarfjarðarmót í innanhússknattspyrnu Borgarfjarðarmótið 1980 í innanhússknatt- spyrnu var haldið í íþróttahúsinu á Akranesi á skírdag. Mótið var í umsjá Ungmennafélaganna Hauks, Þrasta og Vísis. Úrslit urðu þessi: Borgarfjarðarmeislarar: Umf. Haukur-Þrestir-Vísir (A-lið) 10 stig Nr. 2 Umf. Skallagrímur (A-lið) 8 stig Nr. 3 Umf. Skallagrímur (B-lið) 4 stig Nr. 4 Umf. Haukur-Þrestir-Visir (B-lið) 2 stig Nr. 5 Umf. Haukur-Þrestir-Vísir (C-lið) 0 stig Sem gestir kepptu „Old boys” Akranesi og hluti 6 stig. Haukur-Þrestir-Vísir unnu til varðveislu bik- ar sem Samvinnuskólinn Bifröst gaf til þessa móts og var nú keppt um í annað sinn. Mikill áhugi er nú hjá knattspyrnumönnum héraðsins. Tvö lið taka þátt í íslandsmóti 3. deildar, Umf. Skallagrímur og Haukur-Þrestir- Vísir í fyrsta sinni. Æfingar eru byrjaðar af fullum krafti og er mikill hugur í Borgfirðingum að standa sig í sumar. UMSB hefur verið falið að sjá um riðil í und- ankeppni knattspyrnunnar fyrir landsmót ung- mennafélaganna 1981. Riðillinn verður að öll- um líkindum í Borgarnesi helgina 8. til 10. ágúst í sumar. í riðlinum eru auk UMSB, UMSK, HSH og UDN. Þess má geta að H-Þ-V hefur ráðið Andrés Ólafsson fyrrv. ÍA-mann til að þjálfa liðið og mun hann einnig leika með lið- inu. Körfuknattleikur í Borgarnesi í lokahófi körfuknattleiksdeildar Ungmenna- félagsins Skallagríms i Borgarnesi sem haldið var í Samkomuhúsinu 2. mai 1980 voru afhent- ar viðurkenningar í formi verðlaunapeninga til eftirtalinna: KörfuknattleiksmuOur 4. flokks UMFS 1979—1980: Þorbjörn Guðjónsson. Körfuknattleiksmaður 3. flokks UMFS 1979—1980: Þórarinn Sigurðsson. Körfuknattleiksmaður 2. flokks kvenna UMFS 1979—1980: íris Grönfeldt. Körfuknattleiksmaður meistaraflokks UMFS 1979—1980: Bragi Jónsson. Stigakóngur og besta vítaskytta UMFS 1979—1980: Gunnar Jónsson. Þjálfari ársins: DeCarsta Webstcr. Fyrir félagsstörf: Guðrún Daníelsdóttir, Ingvi Árnason og Helgi Bjarnason. Fyrir dómgæsiustörf: Axel Þórarinsson. Körfuknattleikur er vinsæl íþrótt i Borgarnesi og hefur UMSS oft átt á að skipa körfuknatt- leiksfólki á landsmælikvarða. Með tilkomu íþróttahússins á síðastliðnu ári hefur áhugi al- mennings á iþróttinni enn aukist. Bikarkeppni KKÍ Ungmennafélagið Skallagrimur í Borgarnesi sigraði í 2. flokki kvenna í Bikarkeppni KKÍ 1980. Borgarnesstúlkurnar sigruðu með óvenju miklum glæsibrag. Þær léku tvo leiki. Fyrst sigruðu þær KR i Borgarnesi 32:14 og síðan sigruðu þær lið UMFN í úrslitaleiknum í Njarð- vík 48:24. í þessum leikjum var íris Grönfeldt lang- besti leikmaðurinn, skoraði 40 stig í leikjunum. Einnig var Svava systir hennar góð, hún skoraði 18 stig. í liði KR var Cora Barker best, skoraði 7 stig og í liði UMFN var Guðrún Þorleifsdóttir best, hún skoraði 9 stig. UMFS/HB. 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.