Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 4
Frá þingi UMSS. Páll Ragnarsson í ræðustól.
60. þing UMSS var haldið að
Höfðaborg á Hofsósi sunnudag-
inn 30. mars, og var þetta tíma-
mótaþing þar sem UMSS var
stofnað 17. apríl 1910 og er því
70 ára á þessu ári. Af hálfu
UMFÍ sátu þingið þeir Pálmi
Gíslason og Sig. Geirdal, auk
þess sem Guðjón Ingimundarson
sem er heiðursfélagi i UMSS sat
þingið.
Vel var mætt á þetta þing hjá
Skagfirðingum og sátu það full-
trúar frá 11 félögum af 13.
Formaður UMSS Jóhann Jak-
obsson flutti skýrslu stjórnar
sem lá fjölrituð fyrir þinginu og
bar hún með sér mikið starf
hinna einstöku félaga innan
UMSS og einnig hefur samband-
ið fengist við ýmis verkefni og
ber þar hæst íþróttastarfið. Jó-
hann Jakobsson form. UMSS
gaf ekki kost á sér til endurkjörs
í formennsku og var Hörður
Jónsson kosinn formaður í hans
stað.
Að þinginu loknu var efnt til
70 ára afmælisfagnaðar. Guðjón
Ingimundarson flutti aðalræðu
kvöldsins, en Pálmi Gíslason
form. UMFÍ flutti ávarp og
færði UMSS gjöf frá UMFÍ í til-
efni afmælisins. Sæmdir starfs-
merki UMFÍ voru þeir Stefán
Guðmundsson, Páll Ragnarsson
og Helgi Rafn Traustason. Þá
voru þrír menn gerðir að heið-
ursfélögum UMSS, þeir Halldór
Benediktsson Fjalli, Sigurður
Jónsson Reynistað og Árni M.
Jónsson Sauðárkróki.
4
SKINFAXI