Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 8
Jens Sumarlidason varaformaöur KSt.
Frá Knattspyrnusambandi íslands
KNATT
SPYRNA
Fyrsti opinberi knattspyrnuleikurinn
háður á hátíð ungmennafélaganna 1911
Þegar þetta viðtal var tekið var formaður KSÍ staddur erlendis og við
snerum okkur því til varaformannsins Jens Sumarliðasonar til að fá
upplýsingar um Knattspyrnusambandið og störf þess. Jens brást vel
við og leysti greiðiega úr spurningum okkar.
Hvenær var KSÍ stofnað?
Knattspyrnusamband íslands
var stofnað 26. mars 1947. En
áður hafði knattspyrnuráð
Reykjavíkur farið með mál
knattspyrnunnar undir yfirstjórn
ÍSÍ. Talið er að iþróttin hafi bor-
ist hingað til lands með skoskum
manni, að nafi Ferguson, um
1895. Það er skemmtilegt að geta
þess hér að fyrsti opinberi knatt-
spyrnuleikurinn var háður árið
1911 milli KR og Fram og fór sá
leikur fram á hátið sem ung-
mennafélögin í landinu efndu til
á 100 ára afmæli Jóns Sigurðs-
sonar.
Hvernig er uppbygging KSÍ?
Eins og segir í lögum KSÍ þá er
það samband sérráða, héraðs-
sambanda og íþróttabandalaga
sem iðka og keppa í knatt-
spyrnu. KSÍ er æðsti aðili um öll
knattspyrnumál innan vébanda
ÍSÍ. KSÍ vinnur að eflingu knatt-
spyrnunnar í landinu og sér um
öll samskipti við erlenda aðila og
er aðili að alþjóða knattspyrnu-
sambandinu (FIFA) og Knatt-
spyrnusambandi Evrópu
(UEFA). Þá er haldið uppi mjög
nánu sambandi við Norðurlönd.
Aðalstjórn KSÍ er skipuð 11
mönnum og þar af eru 7 í fram-
kvæmdastjórn. Fastanefndir
eru: Landsliðsnefnd, móta-
nefnd, unglinganefnd, aga-
nefnd, tækninefnd og dómara-
nefnd. Nefndirnar hafa nokkuð
sjálfstæða starfsemi hver á sínu
sviði en stærri ákvarðanir eru að
sjálfsögðu teknar af stjórninni. í
ár er starfsmannahald hjá KSÍ
þannig, að starfandi er landsliðs-
þjálfari, unglingalandsliðsþjálf-
ari, einn starfmaður í fullu starfi
og annar í hálfu starfi yfir anna-
mesta tima ársins. Aðsetur KSÍ
er á efstu hæð í öðru skrifstofu-
húsinu í Laugardal en sú hæð er í
eigu KSÍ.
Nú er KSi mjög stórt
samband. Þarf ekki mikið að
sinna útbreiðslu- og fræðslu-
málum?
Fyrst og fren\st er útbreiðslu-
starf KSÍ byggt upp á því að
kynna íþróttina yngstu þátttak
endunum. Nú í ár er einmitt í
gangi slík herferð en unglinga-
og tækninefnd gáfu í sameinigu
út bækling á síðasta hausti með
knattþrautum úti og inni, minni-
knattspyrnuleikjum og reglum.
Tækninefnd heldur reglulega
þjálfaranámskeið á hinum ýmsu
stigum þjálfunar. Þá styður KSÍ
við bakið á Dómarasambandi ís-
lands hvað varðar dómaranám-
skeið og ráðstefnur fyrir dóm-
ara. Ekki er úr vegi að geta þess
að Handbók KSÍ kemur út á
hverju vori. Hefur hún að geyma
mótaskrá sumarsins í öllum
flokkum og einnig er þar að
finna mjög mikið af upplýsing-
um ásamt lögum og reglum KSÍ
o.fl. Fréttabréf KSÍ hefur komið ,
út síðustu tvö ár. Þar er sagt frá
starfsemi sambandsins og komið
á framfæri upplýsingum og
tilkynningum.
Nokkur orð um tengsl knatt-
spyrnusambandsins við ÍSÍ og
UMFÍ?
Já, tengsl okkar við ÍSÍ eru
fyrst og fremst i gegnum
fræðslustarfsemi, þjálfaranám-
skeið og útgáfustarfsemi. T.d.
hefur ÍSÍ nú nýverið séð um út-
gáfu á knattspyrnulögum fyrir
okkur. Samskipti við UMFÍ má
8
SKINFAXI