Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 19
Tókum við því upp umræður um þjálfun í viðkomandi félögum og samböndum. Framhaldið list mér miklu betur á þar sem ég held ekki lengur um stjórnvölinn en frómt frá sagt hefði verið gagnlegt að hafa a.m.k. formann og fram- kvæmdastjóra UMFÍ inni á námskeiðinu allan tímann og þá gagnlegt fyrir báða aðila. Stjórnarfundinum lauk um klukkan 16 á laugardeginum en fyrir honum lágu mörg mál. Meðal annars: Fjármál, lands- mótið, erindrekstur og útbreiðsla, félagsmálaskólinn, Jón ritari Guðbjörnsson gengur frá fund- argerð. göngudagurinn, Þrastaskógur o.n. Að fundi loknum var ekið í Þrastaskóg og gengið um svæðið og síðan snæddur kvöldverður í Þrastalundi. Eins og allir ungmennafélagar vita er Þrastaskógur skógi vaxið svæði upp með Soginu. Stærð skógarins er u.þ.b. 45 hektarar eða 140'/2 vallardagslátta eins og Tryggvi Gunnarsson segir í gjafabréfi sínu frá árinu 1911. Þá um daginn hafði verið starfs- Páll Aðalsteinsson ásamt syni sinum Gunnari Páli. dagur í skóginum. Páll Aðal- steinsson var þar með 20—30 manna lið frá HSK og UMSK. Lagfærðu þeir girðingar, hreins- uðu kalvið, báru á völlinn og dyttuðu að húsunum. Á göngu okkar um skóginn tókum við tali tvo stjórnarmenn UMFÍ. Guðjón Ingimundarson. Þetta er geysileg eign sem við eigum hérna. Hvað eigum við að gera við þetta? Það er vandamál að svara því. Hins vegar er það augljóst mál að þetta er geysilega mikil eign og við þurfum að nýta hana sem best fyrir okkar samtök. Ég held að það sé nauðsynlegt að sinna henni meira í framtíðinni heldur en gert hefur verið bæði með grisjun og eðlilegri hirðingu og reyna að skapa félögum, héraðs- samböndum og öðrum aðstöðu til að vera hér tíma og tima að sumri. Mér sýnist skógurinn bjóða upp á svo marga mögu- leika. •’Jýta það með æfingaaðstöðu og húsum til að vera hér? Já, já, það er þegar komin þessi ágæti völlur sem má teljast meiri æfingavöllur en íþrótta- Páll Aðalsteinsson og Jón G. Guðbjörns- son ræðast við. völlur. En þá vantar húsið og það er næsta verkefni, vil ég segja, fyrir utan almenna hirð- ingu. Bergur Torfason. Hvernig eigum við aö nýta þessa eign? Það þarf fyrst og fremst að friða hana þannig að hún verði ekki fyrir ágangi búfjár og síðan gera hana aðgengilega fólki til dvalar. Það er ákaflega lítils virði að mínu mati, að eiga land ef enginn má njóta þess. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.