Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 14
í tilefni þess að þetta III. tölu-
þlað Skinfaxa fjallar að nokkru
um knattspyrnu, brá tíðinda-
maður blaðsins sér suður í Kópa-
vog til að ræða við Rósu Valdi-
marsdóttur fyrirliða kvennaliðs
UBK í knattspyrnu.
Rósa er 21 árs gömul og hefur
leikið og æft knattspyrnu síðan
hún var 13 ára. Rósa er dóttir
hins mikla áhugamanns um
knattspyrnu og unglingastarfs
Breiðabliks, Valdimars Valdi-
marssonar, enda er systir henn-
ar, Kristín, einnig í knattspyrn-
unni og bræður hennar þrír,
Valdimar, Sigurjón og Ásgeir
eru allir kunnir knattspyrnu-
menn í UBK. Við leggjum
nokkrar spurningar fyrir Rósu.
Hvenær hófst kvennaknatt-
spyrnan í Kópavogi?
Kvennaknattspyrnan í Breiða-
bliki byrjaði fyrir alvöru um
1970 og kvennalið félagsins
hefur jafnan síðan verið í barátt-
unni um efstu sætin, og m.a.
orðið íslandsmeistari árin 1976,
1977 og 1980 í innanhússknatt-
spyrnu og í útiknattspyrnunni
árin 1977 og 1979. Frá 1976 hef-
ur liðið ekki verið neðar en í
öðru sæti í þeim mótum sem það
hefur ekki unnið.
Hvar er kvennaknattspyrnan
sterkust utan Kópavogs og hvað
er þátttakan mikil á Islands-
meistaramótum ykkar?
í sumar verða aðeins þrjú lið i
keppninni en það eru auk okkar,
Valur og FH. Þetta er þó óvenju
lítil þátttaka, en liðin voru t.d.
fimm í fyrra og oftast mæta
fleiri lið í keppni í innanhúss-
knattspyrnunni en á útimótum.
Á fyrs^u árunum voru liðin líka
mun fleiri.
Tekur fólk kvennaknattspyrn-
una alvarlega, og fáið þið t.d.
sanngjarnt rúm í fjölmiðlum
miðað við aðra knattspyrnu-
menn?
Rósa Valdimarsdóttir.
Við sem í þessu erum, tökum
íþrótt okkar alvarlega, og leikir
okkar eru sóttir af áhorfendum í
likingu við yngri flokka félags-
ins. Því er hins vegar ekki að
neita að okkur finnst að fjöl-
miðlar og blaðamenn sýni okkur
lítinn áhuga, og oft er hreinlega
eins og við séum ekki til, þegar
fjallað er af ýmsum aðilum, um
íþróttir á íslandi.
Hvernig er félagsleg staða
ykkar innan UBK eða eigum við
að segja innan knattspyrnudeild-
arinnar?
Hún er sterk og okkur er
fullur sómi sýndur þar, enda
höfum við góða stjórn í knatt-
spyrnudeild Breiðabliks, sem
ekki gerir neitt upp á milli flokka
eða kynja.
Hvernig eru þjálfaramál ykkar
og hver er ykkar aðalþjálfari?
Eftir gott starf Haraldar Er-
lendssonar tók Guðmundur
Þórðarson við liðinu og hefur
hann verið þjálfari okkar síðustu
tvö árin. Auk þess þjálfa ég og
Ásta María Reynisdóttir yngri
stúlkurnar, en þær eru 7—12 ára
gamlar og mæta um þrjátíu tals-
ins á tvær æfingar í viku.
Að lokum Rósa, hvað heldur
þú um framtíð kvennaknatt-
spyrnu á íslandi?
Kvennaknattspyrnan byggist,
eins og önnur félags- og íþrótta-
starfsemi fyrst og fremst á for-
ustunni og liðsmönnunum sjálf-
um. Forysta knattspyrnumála á
íslandi hefur lítinn áhuga sýnt
okkar starfi, enda mun fátítt að
konur sitji þing KSÍ, þótt þar séu
að vísu ýmsir fulltrúar sem vilja
styðja okkur. Ég tel ekki að
kvennaknattspyrnan nái sér
verulega á strik hér, fyrr en for-
ysta KSÍ fer að sinna henni af al-
vöru, og ekki fyrr en við verðum
uppgötvaðar af íþróttafrétta-
mönnum og fjölmiðlum.
Ég er sannfærð um að áhugi
finnst nægur hjá stúlkum um
land allt, en það þarf að gefa
þeim tækifæri og hvatningu til
jafns við það sem gert er varð-
andi aðrar íþróttagreinar, þetta
þurfa forystumenn allra íþrótta-
og ungmennafélaga að hafa í
huga. Okkur finnst raunar hart
að við sem mest höfum stundað
knattspyrnuna og erum flestar
um tvitugt höfum aldrei fengið
tækifæri til að keppa t.d. á
Norðuurlandamóti þótt á sama
tíma hafi fjölmörg unglinga- og
krakkalið verið send í hliðstæða
keppni erlendis.
Það skyldi þó aldrei vera að
gömlu fordómarnir eigi ennþá
svona sterk ítök í knattspyrn-
unni?
S.G.
SKINFAXI
Knattspyrna
kvenna
14