Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 28
fjölda félagsmálanámskeiða frá
1970—1979. SKRÁ Ár Námskeið Þáttt. Meðalþáttt.
1970 3 57 19
1971 8 259 32
1972 2 49 25
1973 22 418 19
1974 28 429 15
1975 32 535 17
1976 51 865 17
1977 31 514 17
1978 24 445 19
1979 26 442 17
Samt. 227 4.013 18
Frá námskeiði UMSE.
ans með aðstoð við uppfærslu á
námskeiðum. Reynt hefur verið,
eftir mætti, að sinna þeim ósk-
um og einnig mætti geta þess að
námskeið skólans eru öllum
opin.
D.H.
Eins og sjá má á þessari
upptalningu eru ýmsir aðilar
farnir að leita til félagsmálaskól-
Fundarstjóri og fundarritari að störf-
um. Frá námskeiði Umf. Gnúpverja.
Fundarsöngur yngrideildar
Umfi Eyrarbakka
Ungmennafélag Eyrarbakka, UMFE, var stofnað
4. febrúar 1908. Starfaði félagið vel um nokkurra ára
skeið og gaf þá m.a. út félagsblaðið „Áhuga”.
Starfsemi félagsins lagðist niður um tíma en var
endurvakin 5. maí 1920 af Aðalsteini Sigmundssyni.
Skömmu eftir endurvakninguna var félaginu skipt í
tvær deildir, yngri- og eldrideild. Var það áður
óþekkt meðal ungmennafélaga.
Hvor deildin um sig gaf út félagsblað. Geisli v'ar
blað eldri deildar og er það enn endurvakið annað
slagið. Blað yngrideildar hét Stjarnan.
Við rákumst á þetta kvæði í blaðinu „Huginn”
sem gefið er út af Umf. Baldri í Hraungerðishreppi.
Þar segir að Stjarnan hafi verið gefin út fjölrituð á 10
ára afmæli deildarinnar 1931.
Kvæðið er eftir Aðalstein Sigmundsson og er kall-
að Fundarsöngur yngrideildar UMFE. Ekki er vitað
við hvaða lag það var sungið.
ísland, þú átt héryngsta vormenn,
sem elska og vilja af heillisá!.
Þá átt hér krafta, sem ekkert bindur,
með eld í hugum, í mundum stál.
Hér eru börn þín með vor og vonir,
með vissu trausti á þér og sér.
Með djarfri œtlun og hreinu hjarta
og heilum drengskap, að vinna þér.
Við erum börnin þín, von þín, vissa
og vor þitt heiðríkast, geislaflest.
Okkar leysing er ærslafengnust
og okkar gróandiþróttarmest.
Við komum saman, að stíga á stokkinn
og strengja heit okkarglœst og traust:
Að lifa íslandi alla daga,
að auka frama þess sleitulaust.
28
SKINFAXI