Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 18
Stjórnarfundur og
framkvœmdastjóranámskeið
Pálmi, Sigurður Gcirdul og Þórunn Isfeld
UMSK.
Um kvöldið í kvöld vil ég sem
fæst segja, timinn fór mestur í
kjaftæði í mér og síðar skiptust
menn á upplýsingum og skoðun-
um um hlutverk framkvæmda-
stjóra almennt. Voru umræður
Sigurjón Bjarnason t.h. ásamt fram-
kvæmdastjóra UlA Gunnari Baldvinssyni.
nokkuð lausar i reipunum, en þó
ef til vill gagnlegar fyrir suma.
Hópurinn virðist afar ósamstæð-
ur, annarsvegar nokkrir gamal-
reyndir fauskar og hins vegar ger
samlega reynslulaust fólk á þessu
sviði sem hefur þó sinnt þjálfun
og hyggst gera það áfram.
UMFI
Stjórnarfundur UMFÍ og
Framkvæmdastjóranámskeið
var haldið við nokkuð óvenju-
legar aðstæður að þessu sinni.
Þannig var að þetta var hvort
tveggja haldið á sama stað á
sama tíma. Dagskrárnar voru
felldar saman að nokkru Ieyti
þannig að ýmist var starfað
saman eða sitt í hvoru lagi. Með
þessu móti átti að auka kynni
þeirra aðila sem standa í forystu
ungmennafélagshreyfingarinnar.
Til undirbúnings var varið mik-
illi vinnu við samantekt á efni
sem lagt var fram í möppu.
Hefur hún að innihalda yfirlit
um flesta þá þætti sem varðar
starf ungmennafélaganna og
héraðssambandanna.
Pálmi Gíslason,
formaður UMFÍ.
Hvernig líst þér á þetta fyrir-
komulag?
Mér líst vel á þetta. Fyrir-
komulagið hefur reyndar bæði
kosti og galla en ég vona að kost-
irnir verði meiri. Gagnkvæm
kynni stjórnarmana UMFÍ og
starfsmanna héraðs'samband-
anna eru ákaflega mikilvæg.
Störf hófust föstudaginn 30.
maí kl. 21.30 í Héraðsskólanum
á Laugarvatni. Pálmi setti
stjórnarfund en Sigurjón
Bjarnason UÍA setti námskeiðið.
Þátttakendur voru 15 frá 9
aðilum. Starfað var fram yfir
miðnætti en þá hittist nám-
skeiðsstjórnin og bar saman
bækur sínar og fór yfir náms-
áætlun laugardagsins.
Sigurjón Bjarnason UÍA var
einn af stjórnendum námskeiðs-
ins.
Hvernig list þér á?
Frá stjórnarfundinum. Siguróur, Guójón, Bcrcur (>(> Pálmi.
18
SKINFAXI