Skinfaxi - 01.06.1980, Blaðsíða 6
T
ússon, flutti skýrslu stjórnar og
rakti helstu þætti í starfi HSH
s.l. starfsár. Nokkuð ber á lægð í
starfi HSH um þessar mundir og
var þingið fremur fámennt. Rætt
var um þörf á félagsmálafræðslu
og útbreiðslustarfi á svæðinu.
Starf HSH á íþróttasviðinu var
þó ágætt á árinu og var Hreinn
Jónasson kjörinn íþróttamaður
HSH 1979.
Þá hafa verið unnar af þeim
Hrefnu Markan og Pálma Frí-
mannssyni metaskrár HSH í
sundi og frjálsum íþróttum,
enda hefur heimildaskráning hjá
HSH verið góð á undanförnum
árum. Gylfi Magnússon var end-
urkjörinn formaður HSH.
Héraðssambandið Hrafna-
flóki hefur haft hægt um sig
undanfarin ár, en okkur hafa
borist þær ánægjulegu fréttir að
sambandið hafi nú verið endur-
reist og bjartari tímar séu þar
framundan.
15. maí var haldið þing HHF
og voru þar mættir fulltrúar frá
öllum félögum á svæðinu; Herði
Patreksfirði, Umf. Barðstrend-
Frá þingi UÍÓ.
Frá þin(>i UÍÓ.
inga, Umf. Tálknafjarðar og
íþr.fél. Bíldudals. Lög sam-
bandsins hafa verið endurskoð-
uð, og ýmsar breytingar gerðar
einkum hvað varðar skipulags-
mál, sett inn ákvæði um for-
mannafundi tvisvar á ári o.s.frv.
Hin nýja stjórn HHF er
þannig skipuð:
Form. Sigurður Viggósson,
Herði.
Ritari Heiðar Jóhannsson,
Tálknafirði.
Gjaldkeri Ivar Ragnarsson,
Umf. Barðstrcndinga.
Fyrsti varam. Ólafur Högnason,
Bíldudal.
Fulltrúar frá UMFÍ voru ekki
á þessu þingi, en senda HHF og
stjórn þess bestu óskir um vel-
gengni í starfi.
UÍÓ hélt þing sitt Iaugardag-
inn 19. apríl og voru þar mættir
af hálfu UMFÍ Pálmi, Sigurður
og Þóroddur Jóhannsson.
Magnús Stefánsson form. UÍÓ
flutti skýrslu stjórnar og kom
glöggt fram i henni að UÍÓ er í
mikilli sókn, enda var þingið vel
sótt og bjartgýni ríkjandi. Af
ýmsu var að státa í starfinu en
þar bar þó hæst árangurinn í
skíðaíþróttinni. Form. UMFÍ af-
henti UÍÓ bikar að gjöf frá
UMFÍ til að ráðstafa sem best
þeim þætti og átti þetta að vera
viðurkenning tl UÍÓ fyrir gott
starf að málefnum og mótum
skíðamanna, enda var frammi-
staða Ólafsfirðinga með miklum
glæsibrag á siðasta skíðalands-
móti. Vel hafði verið unnið að
undirbúningi göngudagsins í
Ólafsfirði, og einnig er unnið að
þátttöku í 17. Landsmótinu, þá
er starfsemi Golfklúbbsins •
blóma. Magnús Stefánsson var
endurkjörinn formaður UÍó.
6
SKINFAXI