Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1982, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1982, Blaðsíða 6
Sveinn Jónsson þingforseti á þingi UMSE. m Jóhannes Geir Sigurgeirsson fráfar- andi formaður UMSE. bandsins á sl. ári. Hæst bar fram- kvæmdin á 17. Landsmóti UMFI á Akureyri, svo og fjölbreytt íþróttastarf. Birgir Jónasson frá- farandi gjaldkeri las reikninga UMSE og sýndu þeir ofurlítinn hagnað, þótt fjárhagurinn verði að teljast fremur bágborinn. Þór- oddur Jóhannsson formaður Landsmótsnefndar UMFÍ flutti skýrslu um Landsmótið og gerði grein fyrir fjárhagsstöðu þess. Kom þar fram að einhver hagn- aður mun verða af mótinu. Þingið mótaði starfsáætlun fyr- ir yfirstandandi ár og í henni er ráðgert að halda uppi líku starfi og undanfarið. Þingið taldi nauð- synlegt að ráða starfsmann til UMSE, en Þórir Snorrason lét af starfi framkvæmdastjóra á sl. ári. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Birgir Jónasson og Sigfríð Valdi- marsdóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn UMSE. Var þeim, svo og Þóri Snorrasyni þökkuð mikil og góð störf í þágu UMSE. Gísli Pálsson var kjörinn formaður UMSE, Guðmundur Steindórsson gjaldkeri, Víkingur Guðmundsson ritari, Vilhjálmur Björnsson varaformaður og Klængur Stefánsson meðstjórn- andi. I varastjórn voru kosnir: Sigurgeir Hreinsson, Oskar Gunnarsson og Marinó Þor- steinsson. Þeir Gísli, Guðmundur og Klængur hafa ekki setið í aðal- stjórn UMSE áður. Þ.J. HSÞ Þing HSÞ var haldið á Húsavík 4. apríl. Þingið sótti af hálfu UMFÍ Pálmi Gíslason, og frá ÍSÍ mættu þeir Hermann Guðmunds- son og Jón Ármann Héðinsson. Þingið var mjög fjölmennt og starfsamt. Þingforseti var kjörinn Freyr Bjarnason. Formaður Þormóður Ásvalds- son flutti skýrslu um störf sam- bandsins. Mikil gróska er í starfi þess á flestum sviðum, þó eru frjálsar íþróttir í nokkurri lægð. Meðal fjölmargra verkefna sambandsins á þessu ári er mót- taka 50 manna hóps frá Dan- mörku, en HSÞ hefur um nokk- urra ára skeið haft samskipti við ungmennafélög á Jótlandi. Ung- mennabúðir hafa verið á dagskrá í mörg ár, sömuleiðis Laugahátíð sem fram hefur farið með miklum ágætum og auk þess gefið sam- bandinu nokkrar tekjur. Starf flestra félaga hefur verið gott. Á þinginu var kynnt mjög skemmti- leg leiðarlýsing sem ungmennafé- lagið Gaman og Alvara hefur gert Frá þingi HSÞ. Þormóður Ásvaldsson formaður sambandsins í ræðustól. í sambandi við göngudag fjöl- skyldunnar. Margar ágætar tillögur voru ræddar og samþykktar og má segja að bjartsýni hafi ríkt á þing- inu. Á þinginu var Iþróttamaður HSÞ 1981, Vignir Valtýsson, heiðraður, en hann fékk þann sæmdartitil fyrir sigur í dráttar- vélaakstri á Landsmóti UMFÍ. Hann hefur sigrað í dráttarvéla- akstri á 6 síðustu Landsmótum. Eki er vitað til að áður hafl starfs- íþróttamaður hlotið slíkan titil. V Þormóður Ásvaldsson var end- urkjörinn formaður HSÞ. P.G. usú 50. þing USÚ var haldið að Höfn á Hornafirði laugardaginn 3. apríl. Fjölnir Torfason formaður USÚ flutti skýrslu stjórnar og sagði frá helstu verkefnum síðasta starfsárs. Á sl. sumri starfaði Svava Arn- órsdóttir sem framkvæmdastjóri USÚ og kom í hennar hlut að standa fyrir undirbúningi vegna 18. Landsmótsins og mótahaldi sambandsins, enda má segja að 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.