Skinfaxi - 01.04.1982, Blaðsíða 19
ling og framkvæmd
ínc/a / fimleikum
Kristín Jónsdóttir var mótstjóri
asamt Agnesi Agnarsdóttur. Kristín
fr þekkt innan ungmennafclagshreyf-
lngarinnar sem hlaupadrottning úr
^teiðabliki. Ellefu ára dóttir hennar
er i fimleikum í Gerplu. Kristín hefur
v'erið ritari á mörgum fimleikamótum
og hún var ásamt Agnesi mótstjóri á
Islandsmótinu í vetur.
I hlut þeirra mótstjóranna kom að
útvega starfsfólk við mótið og segir
hún að það hafi gengið mjög vel. Einn-
*g var mikil undirbúningsvinna við
samspil tölvu og ritara, þar sem þetta
er í fyrsta skipti sem notuð er talva við
ntreikning stiga á fimleikamóti. Þá
þurfti að koma fyrir nýjum festingum í
gólf til að hægt væri að hafa öll áhöld
uPpi í einu. Kristín tekur sérstaklega
Iram að samstarf við húsvörðinn í
höllinni hafi verið mjöggott.
Aðspurð segist Kristín vera ánægð
mcð hvernig til tókst með mótið og
seg*st hafa orðið vör við að erlendu
fieppendurnir hafi verið ánægðir með
fi'amkvæmdina.
.. Afirdómarar mótsins voru Eva
^rrensjö og Jónas Tryggvason. Var
tfikill stuðningur f'yrir mótstjórana að
fiafa þau til aðstoöar við að leysa ýmis
vandamál sem upp komu.
Margrét Bjarnadóttir er formaður
Gerplu.
Þegar Margrét er spurð um und-
irbúning og gang mótsins, segir
hún að mótstjórarnir Agnes Agnars-
dóttir og Kristín Jónsdóttir eigi allan
heiðurinn af því að þetta mót gekk svo
vel og að þær hafl hreint og beint borið
inótið uppi.
Margrét var einn af dómurum
mótsins, sem dæmdu í flokki stúlkna.
Að sögn Margrétar \ oru dómararnir
mjög ánægðir með keppnisaðstöðuna
og ekkert deilumál kom upp, sem er
óvenjulegt á svona mótum. I dóm-
nefndinni var einnig Ulla Berg, sem er
í stjórn Alþjóða fimleikasambandsins.
I tengslum við mótið var haldið dóm-
aranámskeið með kennara frá Alþjóða
fimleikasambandinu Evva Orensjö.
Aðspurð um gang mótsins segist
Margrét vera að flestu leyti ánægð
með mótið og tel ja það góðan áfanga
fyrir Islands hönd.
Þá vill Margrét koma því að, að
mjöggott samstarf'var við Kristján ().
Skagfjörð hf, en þeir sáu um tölvu-
vinnsluna, einnig við lúðrasveitina og
st jórnanda hennar, en þar mun haíá
verið lögð mikil vinna í að æfa upp
þjóðsöngva landanna og marsa l’vrir
mótið.
Skinfaxi kynnir hér
sex konur, sem hafa starfað
mikið að fimleikamálum.
Þessar konur eiga það allar
sameiginlegt að eiga börn
sem stunda fimleika.
Helga R. Stefánsdóttir er varafor-
maður Fimleikafélagsins Björk í
Hafnarflrði. Tvö börn henanr stunda
fimleika. Helga hefur starfað á mótum
og sýningum í sínu félagi.
Helga og Ingimundur Magnússon
stjórnarmaður FSÍ sáu um mót
töku erlendu gestanna. Til sparnaðar
fyrir FSI var ákveðið að revna að
koma erlendu keppendunum fyrir á
einkaheimilum. Það kom í hfut Helgu
að sjá um að útvega heimili fyrir
gestina að dvelja á. Þetta var 83
manna hópur sem kom frá Norður-
löndunum. Fararstjórar og dómarar
dvöldu á Hótel Esju, en allir keppend-
urnir og margir þjáfaranna dvöldu á
einkaheimilum. Helga segir að vel
liafi tekist að útvega heimili fyrir gest-
ina og í flestum tilfellum var það lijá
foreldrum unglinga sem stunda fim-
leika. Helga er ánægð með livað mót-
takan tókst vcl. Þeirsem hölðu gestina
á heimilum sínum sáu um að aka þeim
til og frá kcppnisstað og fylgdu þeim
nánast eftir allan tímann meðan þeir
dvöldust hjá þeim. Dagskráin var
nokkuð ströng og var því stuttur tími
scm gestirnir dvöldu á heimilunum
sjállum. Æskilegt helði \erið að hafa
rýmri tíma til persónulegra kynna.
SKINFAXI
19