Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1982, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.04.1982, Blaðsíða 16
gameistaramót ianda ikum 1982 J '82 Dagana 24. og 25. apríl var Unglingameistaramót Norður- landa í fimleikum haldið í Laug- ardalshöllinni. Mótssetningin var mjög hátíðleg, þar sem keppnis- liðin gengu undir fána síns lands og Lúðrasveitin Svanur lék. Lovísa Einarsdóttir formaður FSI setti mótið og kynnti keppnisliðin, þjálfara og dómara. Hannes í>. Sigurðsson, varaforseti ISI, flutti ávarp og hvatningarorð til kepp- enda. Að setningunni lokinni hófst keppnin. Keppendur í stúlkna- flokki voru á aldrinum 11-15 ára, en piltarnir voru hins vegar á aldrinum 15 - 18 ára. Fjórar greinar voru í gangi í einu, tvær í stúlknaflokki og tvær í piltaflokki. Þó svo margar greinar væru í gangi í einu, gekk mótið mjög hratt og snurðulaust. Nokkuð auðvelt var að fylgjast með mót- inu fyrir áhorfendur, því tveimur sjónvarpsskermum hafði verið komið fyrir við áhorfendapallana, en á þeim birtist jafn óðum árang- ur keppendanna. Upplýsingarnar sem birtust á skjánum hefðu þó mátt vera meiri, því erfitt var fyrir þá sem þekktu ekki mjög vel til að átta sig á því fyrir hvaða grein var verið að gefa í hvert skipti. Greinilegt er að mjög hefur ver- ið vandað til undirbúnings þessa móts. Allt var skipulagt í smá- atriðum. Allir sem að mótinu störfuðu höfðu ákveðnu hlutverki að gegna og ræktu það með sóma. Sérstaklega var kynnirinn, Birgir Guðjónsson, góður og auðveldaði áhorfendum mjög að fylgjast með keppninni. Þetta er fyrsta mót sinnar tegundar hér á landi. Fyrri dagunnn var stiga- keppni. Annars vegar voru talin heildarstig hjá hverju landi og hins vegar samanlögð stig hvers einstaklings út úr öllum greinun- um. Islendingarnir fóru nokkuð halloka í þessari stigakeppni og lentu í 5. og neðsta sæti bæði í stúlkna og piltaflokki en minna munaði hjá stúlkunum. Svíarnir unnu í báðum flokkum í heildar- stigakeppni landanna. Þeir unnu tvöfalt í stigakeppni einstaklinga í piltflokki, en þar varð finni í 3. sæti. í stúlknaílokki varð finnsk stúlka stigahæst, norsk í 2. sæti og sænsk í 3. sæti. Seinni mótsdaginn var ein- staklingskeppni, þar sem sex bestu í hverri grein frá deginum áður kepptu. Þó máttu ekki nema tveir frá hverju landi keppa í hverri grein, en í stigakeppninni fyrri daginn voru fjórir í hverri grein. Enginn íslendingur komst í einstaklingskeppnina, en Kristín Gísladóttir var næst því að kom- ast í úrslitin á jafnvægisslá. Sví- arnir höfðu, eins og fyrri daginn, nokkra yfirburði sérstaklega í piltaflokknum. Svíinn JohanJon- asson hafði mestavyfirburði, sigr- aði í 5 greinum af 6. I stúlkna- flokknum veittu fmnsku og norsku stúlkurnar þeim sænsku harða keppni. Mótslitin voru með jafn hátíð- legum blæ og setningin. Mótstjór- unum var afhent blóm, einnig stjórnanda lúðrasveitarinnar, en sveitin var til staðar báða dagana og lék þjóðsöngva sigurlandanna við verðlaunaafhendingar, sem fram fóru jafn óðum. Fimleikasamband Islands á þakkir skyldar fyrir svo glæsilegt og vel framkvæmt mót, sem er þeim sem að því stóðu til mikils sóma. IS 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.