Skinfaxi - 01.04.1982, Blaðsíða 8
Viðtal við
ÞÓRÐ JÓNSSON
í Laufahlíð
Á þingi HSÞ 4. apríl sl. hitti ég
liinn aldna en síunga heiðurs-
mann Þórð Jónsson í Laufahlíð.
Fáir eru það sem sýnt hafa ung-
mennafélagahreyfmgunni þá
órofatryggð sem Þórður. Lesend-
um Skinfaxa er hann kunnur því
þar hafa birst eftir hann ljóð nú
síðast í 2. hefti 1980.
Eg spurði Þórð nokkurra
spurninga, fyrst hvenær hann
hefði gengið í ungmennafélag.
„Ég gekk í ungmennafélagið
Geisla árið 1909, þá 12 ára gam-
all. Því félagi var skipt árið 1917
og stofnað ungmennafélagið
Reykhverfmgur, og hef ég verið í
því síðan og er nú heiðursfélagi”.
-Þú hefur alla tíð verið virkur
félagi?
,Já það má segja það, ég hef
setið alla aðalfundi félagsins í
Þórdur og Þormóður Ásvaldsson for-
maður HSÞ á þingi sambandsins í vet-
ur.
þessi 65 ár og var formaður frá
1926 -1954 eða í 27 ár samtals”.
-Þú hefur líklega setið mörg
þing HSÞ þennan tíma?
-Mig minnir að það hafi verið
1929 sem ég mætti þar fyrst, þá
hét sambandið reyndar Samband
þingeyskra ungmennafélaga
(SÞU) ég held að það hafi verið
1943 sem því var breytt í HSÞ. Nú
síðan hef ég setið öll þing sam-
bandsins nema eitt eða tvö. Eg hef
hins vegar ekki verið í stjórn sam-
bandsins nema í 2 eða 3 ár fyrir
1940, en verið endurskoðandi í
tugi ára”.
-Nú minnist ég þín frá þingum
UMFÍ, þar hefur þú sennilega oft
verið?
,Já ég hef mætt á mörgum
þingum UMFÍ, fyrst 1943 á
Hvanneyri, en það þing var í
tengslum við Landsmót UMFÍ
sem þar var haldið”.
-Tókst þú sjálfur þátt í íþrótt-
um?
,,Ég keppti allnokkuð í glímu á
yngri árum og átti marga ágæta
glímufélaga. Það var mikill kraft-
ur í glímunni í þá daga. Þegar fólk
kom saman var mikið glímt en nú
glíma því miður alltoffáir”.
-Finnst þér ekki ýmislegt hafa
breyst í sambandi við félagsfundi
á þessum árum?
, Jú, það sem mér linnst þó sér-
staklega er að það var alltaf sung-
ið á fundunum áður fyrr og það
voru alltaf einhver skemmtileg
mál sem tekin voru fyrir, það er
nú reyndar gert á fúndum nú, en
ég sakna mest söngsins.”
-Hvað er þér minnistæðast úr
starfinu áður fyrr?
,,Við vorum með bæði vín og
tóbaksbindindisflokka sem störf-
uðu með góðum árangri. Þá má
ekki gleyma byggingu sundlaugar
sem lokið var við 1930 hjá Umf.
Reykhverfmgi og var mikið átak.
Þessari byggingu var þannig hátt-
að að fljótlegt var að hleypa vatni
úr lauginni og setja trégólf yfir
dýpri endann og fékkst þannig
ágætur samkomusalur. Síðan var
byggt félagsheimili í samvinnu
við Reykjahrepp.
-Hvað gerir þú'svo í tómstund-
um annað en sinna málefnum
ungmennafélaga?
„Ég hef lengi spilað bridge og
tekið þátt í bridsmótum, mér
fmnst mjög gaman að spila með
ungu fólki. Eg hefalltafhaft gam-
an af að starfa með ungu fólki og
hefenn”.
-Er eitthvað sem þú vildir segja
að lokum Þórður?
,,Eg vil óska UMFI og ung-
mennafélagshreyfingunni alls
hins besta um alla framtíð og ég
vil þakka samveru við ungmenna-
félaga fyrr og síðar. Eg er sann-
færður um að ungmennafélags-
hreyfingin er á réttri leið og óska
henni gæfu og gengis”. PG
8
SKINFAXI