Skinfaxi - 01.04.1982, Blaðsíða 9
Þegar ég kom heim til Guð-
björns á Hagamelnum, var hann
nýkominn úr bankanum frá því
að sækja gjaldeyri, því hann var á
leið til Svíþjóðar eftir tvo daga að
heimsækja dótturson sinn, sem
þar er í námi. Hann var fyrir
nokkrum dögum kominn úr mán-
aðardvöl í Heilsuhælinu í Hvera-
gerði. Kvöldið áður itafði hann
verið á fundi hjá Iðnaðarmanna-
felagi Reykjavíkur, þar sem hann
var gerður að heiðursfélaga og
sýndi hann mér skrautritað skjal
Hvenær varðst þú for-
maður UMSK og hvemig
var starfið á fyrstu ámn-
um?
Á Sambandsþingi UMFÍ 1922
var ákveðið að leysa upp fjórð-
ungssamböndin, sem starfað
höfðu fram að því og stofna hér-
aðssambönd. Kosið var í nefndir
á Sambandsþinginu, sem undir-
búa áttu stofnun héraðssam-
banda. I þá nefnd sem undirbúa
átti stofnun UMSK, var ég kosinn
VIÐTAL VIÐ
GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON
FYRSTA FORMANN UMSK
UPP á. það. Á 60 ára afmælishátíð
UMSK í vetur var Guðbjörn sér-
staklega boðinn og honum afhent-
ur þar afmælisfáni sambandsins
aprentaður með nafni hans.
Guðbjörn er orðinn 87 ára
gamall og býr einn að öðru leyti
eu því að hann leigir skólapilti eitt
herbergi. Þó hann beri háan aldur
er hann vel ern og heyrir vel og
segist aldrei nota gleraugu nema
við lestur. Ég legg nokkrar spurn-
lr>gar fyrir Guðbjörn og kemst að
því að hann hefur mjög skemmti-
h'gan frásagnarmáta.
Hvenær gekkst þú fyrst í
ungmennafélag?
Eg gekk í Ungmennafélag
Reykjavíkurárið 1920. Þálástarf-
Semi félagsins að mestu leyti niðri,
en Magnús Stefánsson, sem þá
var dyravörður í stjórnarráðinu,
Var þá kosinn formaður og dreif
félagið upp. Starfsemi félagsins
hafði verið mjög öflug fyrst eftir að
það var stofnað árið 1907, og
meðal annars byggði félagið húsið
að Laufásvegi 13, sem nú er
Betanía. Veturinn 1924-25 urðu
miklir flokkadrættir í félaginu,
sem leiddu til upplausnar í því
eftir að aðalfundur hafði nánast
staðið frá því í febrúar og fram í
apríl. Þessir flokkadrættir urðu til
þess að félagið lognaðist út af upp
úr því. Um vorið 1925 stofnuðum
við nokkrir félagar úr Ungmenna-
félagi Reykjavíkur nýtt félag, sem
við gáfum nafnið Velvakandi. Fjg
var formaður þess félags til 1932.
Fundir félagsins voru lengst af
haldnir í Kaupþingssalnum. Eftir
hvern fund vorum við með k afii-
veitingar,þar sem félagarnir sáu
um meðlætið. Við létum félagana
borga eitthvað fyrir kafiið, svo við
höfðunt gott upp úr þessu. Eitt af
því sem við gerðum í Velvakanda,
var að við fórum aðra hverja helgi
yfir sumartímann í skoðunarferð-
ir um nágrenni Reykjavíkur.
ásamt Guðrúnu Björnsdóttur frá
Grafarholti, en ég er ekki alveg
viss um hver var sá þriðji. Um
haustið var svo UMSK stofnaðog
þá var ég kosinn formaður og
gegndi því embætti til 1932. Ég
rugla því stundum saman hvað af
því sem gert var hafi verið unnið
af félaginu og hvað af samband-
inu, því ég var formaður í báðum
tilfellum á sama tíma. Meðal þess
sem við gerðum hjá sambandinu
var að við komum á svokölluðum
Farfuglafundum, sem voru fundir
þar sem við reyndum að ná öllum
ungmennafélögum utan af landi
er dvöldu á Reykjavíkursvæðinu
yfir veturinn. Þessa fundi héldum
við einu sinni í mánuði frá því í
október fram í maí. Gelið var út
blað í tengslum við fundina og
skipuð ritnefnd á hverjum fundi.
Oft fengum við menn til að flytja
fyrirlestra á þessum fundum.
Fyrsta stórvirki okkar í
UMSK, var móttaka fimm full-
SKINFAXI
9