Skinfaxi - 01.04.1982, Blaðsíða 18
Þær stóðu í ströngu við undirbu
Unglingameistaramóts Norðurí
Lovísa Einarsdóttir er formaður
FSI síðan í nóvember 1981. Hún hóf
sín afskipti af fimleikum 1976, þegar
hún var í fararstjórn og fánaberi sýn-
ingarhóps stúlkna úr Gerplu, sem fór
á landsmót í Esbjerg í Danmörku. Síð-
an hefur hún verið meira og minna í
eldlínunni í Gerplu og nú í FSI. 'Evær
dætur Lovísu 12 og 16árastundaíim-
leika. Lovísa er íþróttakennari að
mennt og hefur mörg undanfarin ár
verið með kvennaleiklimi í Garðabæ
og einnig verið þar með sundnám-
skeið fyrir fullorðna.
Undirbúningur fyrir þetta mót er
búinn að standa alveg frá áramótum
og jafnvel lengur, segir Lovísa, en þó
lang mestur nú síðasta mánuðinn.
Hún tók sér launalaust leyíi frá sínu
sjúkraliðastaríi í apríl til að geta unnið
við undirbúning mótsins og að sjálf-
sögðu í sjálfboðavinnu. Lovísa tekur
sérstaklega fram að undirbúningur
fyrir svona mót byggist geysilega mik-
ið á góðri samvinnu þeirra sem að
honum vinna og það tókst mjög vel í
þessu tilviki.
Birna Björnsdóttir er ritari FSÍ.
Hún hefur verið í stjórn Fimleika-
deildar Gerplu, bæði formaður, gjald-
keri og meðstjórnandi. Upphaf þess
að hún fór að hafa afskipti af fim-
leikamálum, var að hún var að fylgja
dætrum sínum eftir, en þrjár dætur
hennar hafa verið í fimleikum í
Gerplu, en ein þeirra er hætt. Þá hefur
eiginmaður Birnu aðstoðað við þjálf-
un í Gerplu. Því má segja með sanni,
að fjölskylda Birnu sé sannkölluð
„fimleikafjölskylda”. Birna var farar-
stjóri keppenda, sem fóru á Norður-
landameistaramót í Finnlandi 1981.
Hún var einnig með hópnum sem fór
til Lúxemborgar í desember 1980 og
var þar dómari.
Birna sagði undirbúninginn fyrir
mótið hafa veirð strembinn. Hun varð
að taka sér frí frá störfum í viku fyrir
mótið, til þess að geta sinnt sómasam-
lega því sem þurfti að gera, eins og
hún orðaði það.
Birna er ánægð með hve mótið tókst
vel og segir að gestirnir hafi haft orð á
því hve vel var að þessu staðið og sér-
staklega hafði þeim þótt myndarlcgt
að hafa „lifandi tóniist” á mótinu.
Agnes Agnarsdóttir var annar móts-
stjóri norðurlandamótsins. Hún er
formaður Fimleikadeildar Gerplu síð-
an á aðalfundi, en hún hefur verið það
áður og einnig í stjórn fimleikadeild-
arinnar. Hún hefur verið í stjórn FSÍ.
Agnes byrjaði í leikfimi í Gerplu hjá
Margréti Bjarnadóttur, fyrir nokkr-
um árum og upp úr því för hún að
starfa að limleikamálum. Tólf ára
dóttir Agnesar er einnig í fnnleikum í
Gerplu. Agnes hefur verið undanfarin
ár mótstjóri á mörgum fimleikamót-
um, bæði á Islandsmótum og félags-
mótum. Hún hefur unnið mikið fyrir
sitt félag, m.a. var hún fararstjóri fim-
leikastúlkna úr Gerplu, sem fóru til
Luxentburgar árið 1980.
Þegar Agnes er spurð um undir-
búning og framkvæmd norðurlanda-
meistarmótsins, segir hún að undir-
búningsvinnan hafi verið geysileg og
að lögð haíi verið nótt við dag síðustu
vikuna. Þetta mót er sérstakt að því
leyti til að keppt var samtímis í sama
sal bæði í pilta- og stúlknaflokki, en
þeir treysta sér ekki til þess erlendis.
Þar eru þeir með sitt hvort mótið fyrir
pilta og stúlkur. Starfsmenn Laugar-
dalshallarinnar voru mjög hjálplegir
við undirbúninginn og eiga sinn þátt í
því hve vel tókst til.
1»
SKINFAXI